Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 19:15 Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo. Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo Hayashi kom til Íslands haustið 2015 og hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands. Hún var í háskólanum í þrjú ár og fékk atvinnuleyfi sem námsmaður. Momo tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en fjöldi fólks hefur nú deilt færslunni. Hún hefur starfað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours síðan í október í fyrra og í desember sótti hún um atvinnuleyfi sem krafðist sérþekkingar en hún talar japönsku, ensku og íslensku. Special Tours óskaði sömuleiðis um atvinnuleyfi fyrir Momo í lok mars. Þann 26. júní síðastliðinn barst Momo og fyrirtækinu bréf þess efni að umsókninni var hafnað. „Ég fékk bréf, fór á skrifstofu fyrirtækisins og spurði hvað ég ætti að gera núna og fékk þær upplýsingar að ég mætti ekki vinna þar lengur,“ sagði Momo. Í bréfi vinnumálastofnunar kemur fram að stofnunin hafi óskað eftir því að fyrirtækið auglýsti starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og að mat stofnunarinnar væri að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Síðastliðinn mánudag barst Momo bréf frá Útlendingastofnun. Í bréfinu kom fram að umsókn hennar áframhaldandi dvalarleyfi væri synjað og henni gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Momo segir stöðu sína flókna. Hún leigir íbúð í Reykjavík og opnaði nýverið verslun í miðbænum. Henni þykir niðurstaðan ósanngjörn. „Þetta er ótrúlegt, ég hef verið hér á Íslandi í fjögur ár, ég var í háskólanum, ég er að læra íslensku og reyni að vera eins og Íslendingar. Ég þekki fullt af fólki frá Evrópu sem tala ekki tungumálið, koma bara til Íslands í sumarvinnu og taka allan peninginn úr landinu. Þau fá að vinna en ég fæ það ekki,“ sagði Momo.
Félagsmál Innflytjendamál Japan Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira