Sport

Dagbjartur í úrslit á EM U23

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagbjartur Daði mundar spjótið
Dagbjartur Daði mundar spjótið mynd/frí
Dagbjartur Daði Jónsson keppir til úrslita í spjótkasti á Evrópumeistaramóts 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fram fer í Svíþjóð.Dagbjartur náði að tryggja sig inn með sínu öðru kasti, sem var upp á 76,85 metra, en kasta þurfti 76 metra til þess að fara í úrslitin.Þegar upp var staðið endaði Dagbjartur með þriðja besta kast dagsins sem gefur góð fyrirheit fyrir úrslitin, en þau fara fram á morgun, laugardag.Irma Gunnarsdóttir hóf keppni í sjöþraut í gær og er með 2880 stig eftir fjórar greinar. Hún er í 23. sæti af þeim 23 keppendum sem eftir eru í keppninni en 26 keppendur hófu leik.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.