Sport

Dagbjartur í úrslit á EM U23

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagbjartur Daði mundar spjótið
Dagbjartur Daði mundar spjótið mynd/frí

Dagbjartur Daði Jónsson keppir til úrslita í spjótkasti á Evrópumeistaramóts 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem fram fer í Svíþjóð.

Dagbjartur náði að tryggja sig inn með sínu öðru kasti, sem var upp á 76,85 metra, en kasta þurfti 76 metra til þess að fara í úrslitin.

Þegar upp var staðið endaði Dagbjartur með þriðja besta kast dagsins sem gefur góð fyrirheit fyrir úrslitin, en þau fara fram á morgun, laugardag.

Irma Gunnarsdóttir hóf keppni í sjöþraut í gær og er með 2880 stig eftir fjórar greinar. Hún er í 23. sæti af þeim 23 keppendum sem eftir eru í keppninni en 26 keppendur hófu leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.