Innlent

Hús­ráðandi á Eggerts­götu sofnaði með logandi sígarettu í hönd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á miðvikudag.
Frá vettvangi á miðvikudag. fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að eldurinn sem kom upp í íbúð á Eggertsgötu á miðvikudaginn kviknaði út frá logandi sígarettu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að húsráðandi hafi sofnað með sígarettu í hönd sem leiddi til þess að það kviknaði í sængurfötum. Eldurinn barst fljótt út um íbúðina en húsráðandi vaknaði sem betur fer og komst út úr íbúðinni í tæka tíð.

„Rannsókn lögreglu er þar með lokið og niðurstaðan óhappatilvik,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Komið hefur fram í fréttum að konan sem var í íbúðinni er ekki leigutaki hennar en íbúðir á Eggertsgötu eru stúdentaíbúðir og einungis ætlaðar nemendum Háskóla Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.