Sport

Segir líklegt að Íslandsmet falli og lágmörk fyrir stórmót náist á Laugardalsvelli um helgina

Anton Ingi Leifsson skrifar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardalsvelli um helgina. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins keppir þar um 37 Íslandsmeistaratitla.

Íslandsmethafar, Ólympíuhafar og verðlaunahafar frá sterkum mótum í frjálsum íþróttum verða á meðal keppenda á Laugardalsvelli um helgina. Guðmundur Karlsson, framkvæmdarstjóri frjálsíþróttasambandsins,

„Það eru góður möguleiki, sérstaklega ef veðrið spilar aðeins með. Við viljum ekki of mikinn vind því þá er það ólöglegt eins og í spretthlaupunum,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Í kastgreinunum eigum við möguleika, eins og í sleggjukasti karla. Hilmar Örn hefur verið að bæta metið þar og það eru alltaf möguleikar.“

Heimsmeistaramót og Ólympíuleikar eru á næsta ári og því eru margir hungraðir í árangur og lágmörk fyrir mótin á næsta ári.

„Það eru nokkrir aðilar. Við erum með Anítu sem á alltaf möguleika á lágmörkum, Guðni Valur í kringlunni, Hilmar í sleggjunni og fleiri og fleiri.“

Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ólympíufarar og Íslandsmethafar á Meistaramóti Íslands

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram á Laugardalsvellinum um helgina en fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður samankomið á þjóðarleikvangi Íslands dagana 13. til 14. júlí. Í boði eru 37 Íslandsmeistaratitlar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.