Handbolti

Berta Rut skoraði helming marka Íslands í tapi fyrir heimaliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berta Rut skoraði átta mörk gegn Búlgaríu.
Berta Rut skoraði átta mörk gegn Búlgaríu. vísir/vilhelm
Ísland tapaði fyrir heimaliði Búlgaríu, 24-16, á EM U-19 ára kvenna í handbolta í dag.

Berta Rut Harðardóttir skoraði átta mörk eða helming íslensku markanna í leiknum. Birta Rún Grétarsdóttir og Erna Guðlaug Gunnarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor.

Búlgaría var alltaf með undirtökin í leiknum í dag, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8.

Búlgaría náði mest níu marka forskoti í seinni hálfleik en á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 24-16.

Íslenska liðið er með tvö stig eftir tvo leiki í A-riðli. Í fyrsta leiknum vann Ísland Grikkland, 22-14. Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á miðvikudaginn.
Tengdar fréttir

Öruggur íslenskur sigur í fyrsta leik

Eftir jafnan leik framan af náði Ísland undirtökunum gegn Grikklandi undir lok fyrri hálfleiks og vann á endanum átta marka sigur, 22-14.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.