Handbolti

Berta Rut skoraði helming marka Íslands í tapi fyrir heimaliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berta Rut skoraði átta mörk gegn Búlgaríu.
Berta Rut skoraði átta mörk gegn Búlgaríu. vísir/vilhelm

Ísland tapaði fyrir heimaliði Búlgaríu, 24-16, á EM U-19 ára kvenna í handbolta í dag.

Berta Rut Harðardóttir skoraði átta mörk eða helming íslensku markanna í leiknum. Birta Rún Grétarsdóttir og Erna Guðlaug Gunnarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor.

Búlgaría var alltaf með undirtökin í leiknum í dag, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8.

Búlgaría náði mest níu marka forskoti í seinni hálfleik en á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 24-16.

Íslenska liðið er með tvö stig eftir tvo leiki í A-riðli. Í fyrsta leiknum vann Ísland Grikkland, 22-14. Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á miðvikudaginn.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.