Handbolti

Öruggur íslenskur sigur í fyrsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tinna Sól Björgvinsdóttir var markahæst hjá Íslandi gegn Grikklandi með sex mörk. Sara Sif Helgadóttir varði 13 skot í marki Íslands.
Tinna Sól Björgvinsdóttir var markahæst hjá Íslandi gegn Grikklandi með sex mörk. Sara Sif Helgadóttir varði 13 skot í marki Íslands. mynd/hsí

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann öruggan sigur á Grikklandi, 22-14, í fyrsta leik sínum á EM í Búlgaríu í dag.

Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks náðu íslensku stelpurnar undirtökunum. Þær skoruðu síðustu fimm mörk fyrri hálfleiks og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 13-7.

Grikkland skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og minnkaði muninn í fjögur mörk, 13-9. Nær komust þær grísku hins vegar ekki. Ísland var alltaf með örugga foyrstu og vann á endanum átta marka sigur, 22-14.

Tinna Sól Björgvinsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk. Birta Rún Grétarsdóttir kom næst með fjögur mörk.

Auk Íslands og Grikklands eru Búlgaría, Serbía og Bretland í A-riðli. Næsti leikur Íslendinga er gegn Búlgörum á mánudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.