Bjarni Ófeigur fór fyrir íslenska liðinu í sigri á Argentínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 15:42 Strákarnir í 21 árs landsliðinu hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á HM. Mynd/HSÍ Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1 Handbolti Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta karla vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 26-22, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið hefur unnið Suður-Ameríkuþjóðirnar Síle og Argentínu í fyrstu tveimur leikjum sínum en nú bíða mun erfiðari leikir á móti stórþjóðunum Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins í leiknum og var með átta mörk úr ellefu skotum. Hann var kosinn maður leiksins. Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson var hins vegar örugglega óheppnasti leikmaður vallarins því hann fór tvisvar meiddur af velli og litu seinni meiðslin ekki allt of vel út. Valsmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson fékk því tækifærið og nýtti það vel með því að skora fjögur mörk úr fimm skotum. Viktor Gísli Hallgrímsson, besti maður Íslands í fyrsta leiknum, var hvíldur í dag og kom bara aðeins inn í lok leiksins. Andri Scheving stóð í markinu. Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum í byrjun, komst í 4-1, 8-4 og náði síðan mest sex marka forystu, 11-5. Andri Scheving var að verja vel í íslenska markinu í hálfleiknum og varði meðal annars eitt víti en sóknarleikur íslenska liðsins var ekki alltof sannfærandi. Íslenska liðið gaf aðeins eftir á lokakafla hálfleiksins en var 14-10 yfir í hálfleik. Hafþór Már Vignisson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum með þrjú mörk hvor. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og Argentínumenn skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14. Íslensku strákarnir fundu aftur taktin, breyttu stöðunni úr 17-16 í 22-16 með fimm mörkum í röð og voru aftur komin í góð mál þegar tólf mínútur voru eftir. Annar slæmur kafli hleypti Argentínumönnum hins vegar aftur inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22-20. Íslenska stóð þetta af sér og kláraði leikinn nokkuð sannfærandi.Mörk Íslands í leiknum: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 8 Ásgeir Snær Vignisson 4 Hafþór Már Vignisson 3 Orri Freyr Þorkelsson 3/1 Kristófer Andri Daðason 3 Jakob Martin Ásgeirsson 1 Darri Aronsson 1 Hannes Grimm 1 Gabríel Martinez Róbertsson 1 Elliði Snær Viðarsson 1Varin skot: Andri Scheving 9/1 Viktor Gísli Hallgrímsson 1
Handbolti Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Sjá meira