Sport

Valdimar Hjalti í úrslit á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdimar Hjalti Erlendsson.
Valdimar Hjalti Erlendsson. Mynd/FRÍ
FH-ingurinn Valdimar Hjalti Erlendsson tryggði sér í dag sæti í úrslitum í kringlukasti á Evrópumeistaramóti 20 ára og yngri sem fer fram þessa dagana í Borås í Svíþjóð.Valdimar kastaði kringlunni 56,04 metra og var níundi inn í úrslitin. Kasta þurfti yfir 59 metra til þess að komast beint í úrslit en aðeins þrír náðu því.Valdimar náði fimmta besta árangrinum í sínum riðli sem var sá fyrri í röðinni. Hann þurfti að bíða eftir úrslitunum í þeim seinni. Valdimar komst í úrslit því þar náðu aðeins fjórir að kasta lengra en okkar maður.Valdimar byrjaði ekki vel og gerði ógilt í fyrsta kasti. Annað kastið hans var kastið sem skilaði honum í úrslit en það þriðja var líka ógilt.Lengsta kastið átti Spánverjinn Yasiel Bryan Sotero en hann varð Evrópumeistari átján ára í fyrra. Nú kastaði hann 60,18 metra og var sá eini sem fór yfir sextíu metrana í undankeppninni.Í næstu sætum voru tvíburarnir Jakub og Michal Forejt frá Tékklandi sem köstuðu 59,50 metra og 59,29 metra.Valdimar Hjalti á best kast upp á 58,45 metra sem er aldursflokkamet hjá 18 til 19 ára.Úrslit kringlukastsins fara fram á sunnudagsmorguninn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.