Sport

Valdimar Hjalti í úrslit á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdimar Hjalti Erlendsson.
Valdimar Hjalti Erlendsson. Mynd/FRÍ

FH-ingurinn Valdimar Hjalti Erlendsson tryggði sér í dag sæti í úrslitum í kringlukasti á Evrópumeistaramóti 20 ára og yngri sem fer fram þessa dagana í Borås í Svíþjóð.

Valdimar kastaði kringlunni 56,04 metra og var níundi inn í úrslitin. Kasta þurfti yfir 59 metra til þess að komast beint í úrslit en aðeins þrír náðu því.

Valdimar náði fimmta besta árangrinum í sínum riðli sem var sá fyrri í röðinni. Hann þurfti að bíða eftir úrslitunum í þeim seinni. Valdimar komst í úrslit því þar náðu aðeins fjórir að kasta lengra en okkar maður.

Valdimar byrjaði ekki vel og gerði ógilt í fyrsta kasti. Annað kastið hans var kastið sem skilaði honum í úrslit en það þriðja var líka ógilt.

Lengsta kastið átti Spánverjinn Yasiel Bryan Sotero en hann varð Evrópumeistari átján ára í fyrra. Nú kastaði hann 60,18 metra og var sá eini sem fór yfir sextíu metrana í undankeppninni.

Í næstu sætum voru tvíburarnir Jakub og Michal Forejt frá Tékklandi sem köstuðu 59,50 metra og 59,29 metra.

Valdimar Hjalti á best kast upp á 58,45 metra sem er aldursflokkamet hjá 18 til 19 ára.

Úrslit kringlukastsins fara fram á sunnudagsmorguninn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.