Lífið

Kim Kar­dashian breytir nafninu á aðhalds­fatnaðinum

Sylvía Hall skrifar
Kardashian hyggst tilkynna nýtt nafn bráðlega.
Kardashian hyggst tilkynna nýtt nafn bráðlega. Vísir/Getty

Ný fatalína Kim Kardashian var tilkynnt á dögunum. Um er að ræða aðhaldsfatnað og fékk línan nafnið Kimono en eftir hörð viðbrögð aðdáenda hefur Kardashian ákveðið að breyta nafninu. People greinir frá.

Raunveruleikastjarnan var sökuð um menningarnám vegna nafnsins en eins og flestir vita er kimono einnig orð yfir japanska yfirhöfn. Eftir gagnrýni netverja og aðdáenda tilkynnti Kardashian í dag að hún hygðist breyta nafninu og myndi tilkynna nýtt nafn fljótlega.
„Að vera frumkvöðull og minn eigin yfirmaður hefur verið ein mest gefandi áskorun sem ég hef verið svo lánsöm að takast á við. Það sem hefur gert mér það kleift eftir öll þessi ár hefur verið að eiga milliliðalaus samskipti við aðdáendur mínar og almenning. Ég er alltaf að hlusta, læra og vaxa – svo ég kann að meta ástríðuna og mismunandi sjónarhorn sem fólk færir mér,“ skrifaði stjarnan.

Hún segist hafa meint vel með upprunalega nafninu. Öll hennar verkefni séu með fjölbreytni í huga og eftir nokkra umhugsun hafi hún ákveðið að breyta nafninu.Tengdar fréttir

Hjólar í líkamsfarða Kim Kardashian

Leikkonan Jameela Jamil, sem hefur vakið athygli fyrir leik sinn í þáttunum The Good Place, gagnrýnir nýjustu vöru Kim Kardashian á Twitter-síðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.