Kleinuhringir eða kaffi? Árný Björg Blandon skrifar 2. júlí 2019 13:33 Dunkin Donuts og Krispy Kreme eru mjög góðir kleinuhringir, eru best þekktir í Bandaríkjunum, seljast gríðarlega vel og hafa gert í fleiri áratugi. Það var því ekki skrýtið að þeim voru gerðir möguleikar á að seljast eins og heitar lummur hér á landi. Það gerðist þó ekki. Málið er dautt eftir stuttan tíma. Ég hef búið í Bandaríkjunum, reyndar í heil 9 ár og öll þau ár var stoppað við í Dunkin Donuts á leið til vinnu, í hádegishléinu og oft um helgar til að kaupa kaffi. Ekki til að kaupa kleinuhring eða annað góðgæti en það fékk munnvatnið þó af stað við lykt og sjón og þess vegna fékk maður sér oft hring með kaffinu. Í Bandaríkjunum gengur Dunkin Donuts fyrst og fremst út á kaffið. Þekki Krispy Kreme ekki á sama hátt. En oft er auglýsingin yfir DD stöðunum “COFFEE AND MORE”. Kaffið kostaði mig í kringum $2:00. Allskonar bragðtegundir og nokkrar stærðir, small, medium og large. Gott ef ekki er hægt að fá extra large. Classic kleinuhringur kostaði ca. $0.90 cent. Þannig að það er augljóst að þeir græða á kaffinu. Það er aðalsöluvaran. Kleinuhringir og annað meðlæti selst einnig vel af því að það er svo gott með kaffinu. Hér á landi fer fólk mikið í bakarí til að kaupa brauð og þar eru kleinuhringirnir bara nokkuð góðir, eða á mörgum stöðum og ég hef heyrt frá fólki að þeir séu ekkert síðri en Dunkin Donuts. Það er ekkert endilega betra að vera með kurl og krem á þeim. Spennandi kannski af og til. Og þar sem fólk hér á landi fer mikið frekar á kaffihús til að fá sér kaffi heldur en á kleinuhringjastaði, þá varð Dunkin Donuts svolítið útundan enda kostuðu hringirnir sitt, því þeir voru aðalsöluvaran og áttu að halda staðnum uppi. Það varð ekki raunin. Dunkin Donust þrífst vel í Ameríkunni vegna kaffisölunnar. Kleinuhringirnir eru bara með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Neytendur Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Dunkin Donuts og Krispy Kreme eru mjög góðir kleinuhringir, eru best þekktir í Bandaríkjunum, seljast gríðarlega vel og hafa gert í fleiri áratugi. Það var því ekki skrýtið að þeim voru gerðir möguleikar á að seljast eins og heitar lummur hér á landi. Það gerðist þó ekki. Málið er dautt eftir stuttan tíma. Ég hef búið í Bandaríkjunum, reyndar í heil 9 ár og öll þau ár var stoppað við í Dunkin Donuts á leið til vinnu, í hádegishléinu og oft um helgar til að kaupa kaffi. Ekki til að kaupa kleinuhring eða annað góðgæti en það fékk munnvatnið þó af stað við lykt og sjón og þess vegna fékk maður sér oft hring með kaffinu. Í Bandaríkjunum gengur Dunkin Donuts fyrst og fremst út á kaffið. Þekki Krispy Kreme ekki á sama hátt. En oft er auglýsingin yfir DD stöðunum “COFFEE AND MORE”. Kaffið kostaði mig í kringum $2:00. Allskonar bragðtegundir og nokkrar stærðir, small, medium og large. Gott ef ekki er hægt að fá extra large. Classic kleinuhringur kostaði ca. $0.90 cent. Þannig að það er augljóst að þeir græða á kaffinu. Það er aðalsöluvaran. Kleinuhringir og annað meðlæti selst einnig vel af því að það er svo gott með kaffinu. Hér á landi fer fólk mikið í bakarí til að kaupa brauð og þar eru kleinuhringirnir bara nokkuð góðir, eða á mörgum stöðum og ég hef heyrt frá fólki að þeir séu ekkert síðri en Dunkin Donuts. Það er ekkert endilega betra að vera með kurl og krem á þeim. Spennandi kannski af og til. Og þar sem fólk hér á landi fer mikið frekar á kaffihús til að fá sér kaffi heldur en á kleinuhringjastaði, þá varð Dunkin Donuts svolítið útundan enda kostuðu hringirnir sitt, því þeir voru aðalsöluvaran og áttu að halda staðnum uppi. Það varð ekki raunin. Dunkin Donust þrífst vel í Ameríkunni vegna kaffisölunnar. Kleinuhringirnir eru bara með.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar