Kári samningslaus og framtíðin óráðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júlí 2019 11:27 Kári í leik með Barcelona. mynd/barcelona Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“ Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“
Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira