Kári samningslaus og framtíðin óráðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júlí 2019 11:27 Kári í leik með Barcelona. mynd/barcelona Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“ Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“
Körfubolti Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira