Sport

María í fjórða sætinu eftir fyrri daginn á Madeira

Anton Ingi Leifsson skrifar
María Rún er að gera flotta hluti á Madeira.
María Rún er að gera flotta hluti á Madeira. MYND/FRÍ

Margt af besta íslenska frjálsíþróttafólkinu er nú á eyjunni Madeira, rétt fyrir utan Portúgal, þar sem það keppir á Evrópubikarnum í fjölþrautum.

Keppt er bæði í einstaklingskeppni og svo eru stig þriggja stigahæstu íþróttamanna hverrar þjóðar eru tekin saman og tvær stigahæstu þjóðirnar fara upp um deild. Ísland er nú í neðstu deildinni.

Fyrri keppnisdegi er nú lokið og efst er FH-ingurinn, María Rún Gunnlaugsdóttir, en hún er í fjórða sæti þegar fjórum greinum af sjö er lokið. Hún er með 3328 stig, aðeins 44 stigum frá verðlaunasæti.

María lenti í fimmta sæti í 100 metra grindarhlaupi, hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökki stökk hún 1,75 metra sem er hennar besti árangur utanhúss en innanhúss hefur hún stokkið 1,76 metra.

Í 200 metra hlaupi hljóp hún á 25,51 sekúndu sem er einnig persónulegt met. María hefur náð betri árangri í öllum greinum dagsins en þegar hún átti sína bestu þraut. Sá árangur er frá árinu 2017 og er 5488 stig.

Benjamín Jóhann Johnsen er í sjöunda sæti í karlaflokki með 3667 stig er keppni er hálfnuð. Hann sigraði hástökkið er hann stökk 1,98 metra og var það stökk einum sentímetra frá besta árangri hans utanhúss.

Þegar svipup keppni fór fram í Svíþjóð í byrjun júní þá var hann með 3449 stig eftir fyrri daginn. Eins og áður segir þá er hann nú komin í 3667 stig svo bæting hjá Benjamín.

Ísak Óli Traustason er ellefti með 3586 stig og Andri Fannar Gíslason og Glódís Edda Þuríðardóttir eru í nítjánda sæti. Sindri Magnússon þurfti að hætta þátttöku eftir fjórar greinar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.