Sport

Stefanía Daney setti fjögur Íslandsmet á Íslandsmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefanía Daney Guðmundsdóttir.
Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíðu Stefaníu Daney

Frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Hún var ekki sú eina sem blómstraði á stóra sviðinu í Hafnarfirði um helgina.

Góður árangur og fjöldi Íslandsmeta litu dagsins ljós á Íslandsmótinu en Íþróttasambands fatlaðra sagði frá besta árangri sínum á fésbókarsíðu sinni. Ármann sigraði liðakeppnina með tólf gullverðlaun og ein silfurverðlaun.

Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik bætti Íslandsmetin sín í flokki 20 í fjórum greinum eða í 100 metra hlaupi (13,64 sekúndur), 200 metra hlaupi (28,32 sekúndur), langstökki (5,07 metrar) og spjótkasti (25,39 metrar). Stefanía Daney vann einnig gullverðlaun í 400 metra hlaupi (67,32 sekúndur).

Stefanía Daney var ánægð með árangurinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Patrekur Andrés Axelsson kom með nýjum aðstoðarmanni sínum Helga Björnssyni í 100 metra hlaupi (12,38 sekúndur) og 200 metra hlaupi (25,89 sekúndur). Hann er greinilega að ná sínu fyrra formi eftir erfið meiðsli í allan vetur.

Hulda Sigurjónsdóttir bætti metin sín í kúluvarpi (10,31 metrar) og sleggjukasti (30,10 metrar) í flokki 20. Hún sigraði einnig í kringlukasti (30,85 metrar) og varð önnur í spjótkasti með kast upp á 24,24 metra.

Hafliði Hafþórsson er 14 ára og keppti í flokki 62 - 64 í langstökki en hann er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum. Hafliði stökk 4,25 metra sem er met í hans flokki.

Emil Steinar Björnsson sigraði í kastgreinunum í flokki 20. Hann kastið kúlu 8,26 metra, hann kasti kringlunni 16,78 metra, kastaði spjótinu 21,69 metra og sleggjan fór 12,65 metra hjá honum,. Kristinn Arinbjörn Guðmundsson sigraði í kúluvarpi 5kg í fl 35-38 með 7,76 metra kast og vann líka kringlu 1,5kg með 14,97 metra kasti.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr ÍR bætti metið í spjótkasti (500g) í flokki 37 með kasti upp á 21,69 metra. Hún hjó nærri meti Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í langstökki með 4,26 metra stökki en metið er 2 sentímetrum lengra.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.