Sport

María Rún fékk brons og hoppaði í fjórða sætið yfir bestu sjöþrautar konur Íslands frá upphafi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenski hópurinn eftir keppnina.
Íslenski hópurinn eftir keppnina. mynd/frí

María Rún Gunnlaugsdótir, frjálsíþróttakona úr FH, gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á Evrópubikarnum í fjölþraut sem fór fram á Madeira um helgina.

Fyrir síðari daginn var María í fjórða sætinu en hún gerði enn betur á síðari deginum og hoppaði í þriðja sætið. Hún fékk samtals 5562 stig og það er hennar besti árangur en hún átti best 5488 stig frá árinu 2017.

Með þessum árangri er María Rún númer fjögur í röðinni yfir bestu sjöþrautar konu Íslands frá upphafi en í þriðja sætinu er Sveinbjörg Zophaníasdóttir. Hún á best 5723 svo María nálgast hana.

Benjamín Jóhann Johnsen bætti sig einnig á mótinu en hann endaði í fimmta sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem Benjamín fer yfir sjö þúsund stiga múrinn og er hann fjórtándi íslenski karlkeppandinn sem fer yfir sjö þúsund stiginn í sjöþraut.

Hin sextán ára gamla Glódís Edda Þuríðardóttir endaði í þrettánda sæti eins og Ísak Óli Traustason. Andri Fannar Gíslason þurfti að hætta eftir meiðsli í stangarstökki á síðari deginum og á fyrsta deginum hætti Sindri Magnússon vegna meiðsla í hástökki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.