Sport

María Rún fékk brons og hoppaði í fjórða sætið yfir bestu sjöþrautar konur Íslands frá upphafi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenski hópurinn eftir keppnina.
Íslenski hópurinn eftir keppnina. mynd/frí
María Rún Gunnlaugsdótir, frjálsíþróttakona úr FH, gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á Evrópubikarnum í fjölþraut sem fór fram á Madeira um helgina.

Fyrir síðari daginn var María í fjórða sætinu en hún gerði enn betur á síðari deginum og hoppaði í þriðja sætið. Hún fékk samtals 5562 stig og það er hennar besti árangur en hún átti best 5488 stig frá árinu 2017.

Með þessum árangri er María Rún númer fjögur í röðinni yfir bestu sjöþrautar konu Íslands frá upphafi en í þriðja sætinu er Sveinbjörg Zophaníasdóttir. Hún á best 5723 svo María nálgast hana.

Benjamín Jóhann Johnsen bætti sig einnig á mótinu en hann endaði í fimmta sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem Benjamín fer yfir sjö þúsund stiga múrinn og er hann fjórtándi íslenski karlkeppandinn sem fer yfir sjö þúsund stiginn í sjöþraut.

Hin sextán ára gamla Glódís Edda Þuríðardóttir endaði í þrettánda sæti eins og Ísak Óli Traustason. Andri Fannar Gíslason þurfti að hætta eftir meiðsli í stangarstökki á síðari deginum og á fyrsta deginum hætti Sindri Magnússon vegna meiðsla í hástökki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×