Innlent

Sóttu fót­brotinn göngu­mann við Hrafn­tinnu­sker

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að nokkuð hafi verið um annir hjá þeim björgunarsveitarhópum sem manna hálendisvakt björgunarsveita þessa dagana.
Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að nokkuð hafi verið um annir hjá þeim björgunarsveitarhópum sem manna hálendisvakt björgunarsveita þessa dagana. vísir/vilhelm

Þegar klukkan var að ganga þrjú í dag barst björgunarsveitum Landsbjargar tilkynning um slasaðan göngumann á gönguleiðinni um Laugaveginn, sunnan við Hrafntinnusker.

Björgunarfólk er nú komið að manninum og er búið að hlúa að honum og setja á börur. Bera þarf hinn slasaða um fjögurra kílómetra leið að jeppa og aka honum svo til móts við sjúkrabíl sem flytur hann á sjúkrahús þar sem hann er líklega fótbrotinn.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að nokkuð hafi verið um annir hjá þeim björgunarsveitarhópum sem manna hálendisvakt björgunarsveita þessa dagana. Töluvert hafi verið um slys og minni háttar óhöpp.

Í gærkvöldi var leitað að konu sem var villt í þoku á gönguleiðinni inn að Öskjuvatni á hálendinu norðan Vatnajökuls. Snjókoma var á svæðinu og eins gráðu frost en í slíku veðri kólnar fólk hratt ef það er ekki vel búið.

Björgunarfólk fann konuna fljótt og fóru með hana í skála við Drekagil þar sem hún fékk hlý föt og heitt að drekka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.