Körfubolti

Eldflaugamaðurinn spilar gegn Íslandi í ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Capela var með 16,6 stig að meðaltali í leik í NBA-deildinni í vetur.
Capela var með 16,6 stig að meðaltali í leik í NBA-deildinni í vetur. vísir/getty

Clint Capela, miðherji NBA-liðsins Houston Rockets, verður með svissneska körfuboltalandsliðinu þegar það mætir því íslenska í forkeppni EM 2021 í ágúst.

„Svissneskur körfubolti hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og það er mér mikil ánægja að snúa aftur í landsliðið,“ sagði hinn 25 ára Capela.

Ísland og Sviss eru í riðli með Portúgal. Íslendingar mæta Svisslendingum í Laugardalshöllinni 3. ágúst og í Claren í Sviss 21. ágúst.

Á síðasta tímabili var Capela með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í leik með Houston. Liðið komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði fyrir Golden State Warriors, 4-2.

Houston valdi hinn 2,08 metra háa Capela með valrétti númer 25 í nýliðavalinu 2014. Hann hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.