Handbolti

Selfoss spilar í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor vísir/vilhelm

Íslandsmeistarar Selfoss munu spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta næsta vetur.

Ísland fékk sæti í Meistaradeidinni eftir gott gengi íslenskra liða í Evrópukeppnum á síðustu árum, en þetta er þriðja árið í röð sem sá valmöguleiki stendur Íslandsmeisturunum í handbolta að taka þátt í Meistaradeildinni.

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss segir á heimasíðu félagsins að verkefnið sé gríðarlega krefjandi og kostnaðarsamt en það sé vilji og metnaður deildarinnar að taka þátt þar sem liðið á möguleika á því að spreyta sig á móti bestu liðum heims.

Dregið verður í keppninni í lok þessa mánaðar og þá mun koma í ljós hvort liðið fari beint inn í riðlakeppnina eða þurfi að fara í gegnum forkeppni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.