Körfubolti

Sonur Manute Bol kominn í NBA-deildina | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bol Bol gnæfði yfir alla í gær.
Bol Bol gnæfði yfir alla í gær. vísir/getty

Risinn Bol Bol var valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt en margir muna eftir föður hans, Manute Bol, sem mætti með sína 231 sentimetra í NBA-deildina árið 1985.

Manute var þá valinn af Washington Bullets en hann átti eftir að eiga ágætan tíu ára feril í deildinni. Hann er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem var með fleiri varin skot en skoruð stig. Magnað.

Er Manute kom í deildina vissu menn lítið um hann og aldur hans var þess utan mikið á reiki. Hann lést svo fyrir níu árum síðan eftir að nýru hans biluðu.

Bol Bol er ekki alveg jafn stór og pabbi sinn en er þó 218 sentimetrar. Það var lengi talað um að hann gæti verið valinn á meðal fyrstu fimm og það voru mikil vonbrigði fyrir hann að vera valinn númer 44. Hann mun fara til Denver Nuggets.

Hann lætur það ekki hafa áhrif á sig að margir virðist ekki lengur hafa þessa miklu trú á honum sem var fyrir nokkrum misserum síðan. Hér svarar hann fyrir sig í glæsilegum köngulóarklæðnaði sem vakti athygli.Stóri maðurinn getur ýmislegt. Ekki bara varið skot heldur er hann með fínt þriggja stiga skot sem eðlilega er varla hægt að verja.Blaðamaðurinn Darren Rovell setti svo á netið í nótt skemmtilegar myndir af föður hans sem margir muna enn eftir.NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.