Körfubolti

Finnur Freyr tekur við dönsku bikarmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Freyr hefur verið aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins undanfarin ár.
Finnur Freyr hefur verið aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins undanfarin ár. vísir/bára

Finnur Freyr Stefánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Horsens.

Finnur stýrði KR á árunum 2013-18. Á þeim tíma varð KR fimm sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari.

Finnur hætti hjá KR eftir tímabilið 2017-18. Í vetur þjálfaði hann yngri flokka hjá Val. Þá er hann yfirþjálfari yngri landsliða Íslands og hefur verið aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla undanfarin ár.

Horsens varð danskur bikarmeistari á síðasta tímabili og komst í úrslit um danska meistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Bakken Bears, 4-0. Horsens hefur sex sinnum orðið Danmerkurmeistari, síðast 2016.

Þess má geta að Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, lék með Horsens á árunum 1993-2002. Sigurður Þór Einarsson, fyrrverandi leikmaður Hauka og Njarðvíkur, lék einnig með Horsens um tíma.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.