Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2019 11:08 Þessi skilaboð taka á móti viðskiptavinum Tölvuteks á heimasíðu fyrirtækisins. Skjáskot/Tölvutek Forsvarsmenn verslunarinnar Tölvuteks hafa ákveðið að hætta rekstri og loka verslunum sínum frá og með deginum í dag, 24. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn. „Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.Verslun Tölvuteks í Hallarmúla.Vísir/EgillAÞegar hringt er í númer sem gefin eru upp á vefsíðu Tölvuteks fæst aðeins samband við símsvara þar sem vísað er í tilkynningu um lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Þá hefur Tölvutek boðið upp á síma- og tölvuviðgerðir.Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Akureyri Reykjavík Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22 Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Forsvarsmenn verslunarinnar Tölvuteks hafa ákveðið að hætta rekstri og loka verslunum sínum frá og með deginum í dag, 24. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Tölvutek rekur tvær verslanir, að Hallarmúla 2 í Reykjavík og Undirhlíð 2 á Akureyri. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi um fimmtíu starfsmenn. „Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Tölvuteki, vildi ekki tjá sig um lokun verslananna þegar Vísir náði tali af honum um hádegisbil. Hann vísaði á Hafþór Helgason framkvæmdastjóra Tölvuteks. Ekki hefur náðst í Hafþór það sem af er degi.Verslun Tölvuteks í Hallarmúla.Vísir/EgillAÞegar hringt er í númer sem gefin eru upp á vefsíðu Tölvuteks fæst aðeins samband við símsvara þar sem vísað er í tilkynningu um lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega. Frekari upplýsingar fyrir viðskiptavini má nálgast Á heimasíðu Tölvuteks segir að fyrirtækið sé einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Þá hefur Tölvutek boðið upp á síma- og tölvuviðgerðir.Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Akureyri Reykjavík Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22 Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins. 8. janúar 2019 13:22
Tölvutek og Símafélagið í samstarf Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri. 9. október 2017 14:55