Viðskipti innlent

Tölvutek sektað um 250 þúsund krónur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tölvulistinn sagðist meðal annars hafa verið umboðsaðili Acer á Íslandi í 12 ár.
Tölvulistinn sagðist meðal annars hafa verið umboðsaðili Acer á Íslandi í 12 ár. Getty/David Paul Morris
Raftækjaverslunin Tölvutek hlaut í desember 250 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna þess sem Neytendastofa taldi villandi fullyrðing í auglýsingaefni fyrirtækisins.Fram kemur á vef Neytendastofu að Tölvutek hafi sagst í auglýsingabæklingi sínum vera „umboðsaðili fyrir mörg stærstu tölvumerki heims.“ Neytendastofa hafi því gert Tölvutek grein fyrir að fáist fullyrðingar um að auglýsandi sé umboðsaðili ekki staðist geti það verið til þess að brjóta gegn reglum um óréttmæta viðskiptahætti.Í svari fyrirtækisins við umkvörtunum Neytendastofu kom fram að fullyrðingin væri almenns eðlis og ekki hafi verið vísað til neinna sérstakra merkja annarra en þeirra sem fram koma á sömu blaðsíðu og umrædd fullyrðing.„Í ljósi þess að Tölvutek færði ekki fram nein gögn sem sýndu fram á að félagið væri viðurkenndur umboðsaðili umræddra merkja hefur Neytendastofa bannað fyrirtækinu frekari birtingu umræddrar fullyrðingar,“ segir um stjórnvaldssektina en ákvörðun Neytendastofu má nálgast hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,75
20
3.458
KVIKA
1,22
1
50
BRIM
0
2
81.123
ORIGO
0
1
362
SKEL
0
3
16.532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-2,53
11
49.809
ARION
-2,46
16
343.746
ICESEA
-1,46
2
9.625
SIMINN
-1,33
4
96.937
REITIR
-0,92
3
33.894
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.