Sport

Fljótasti maður Íslands: Fimm ár að bæta sig um eina sekúndu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ari Bragi Kárason.
Ari Bragi Kárason.

Spretthlauparinn og tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason var í íþróttaþættinum GYM á Stöð 2 í gær þar sem víða var komið við sögu.

Ari Bragi er atvinnutónlistarmaður sem spilar á trompet. Það eru ekki mörg ár síðan hann byrjaði að æfa spretthlaup en það varð snemma ljóst að það lá vel fyrir honum.

Hann hefur tvíbætt Íslandsmetið í 100 metra hlaupi sem nú stendur í 10,51 sekúndu. Metið setti hann fyrir tæpum þremur árum síðan og má sjá hér að neðan.
„Þegar ég hljóp fyrst árið 2013 án þess að hafa æft neitt þá hljóp ég á 11,50 og eitthvað. Á fimm árum hef ég því bætt mig um sekúndu,“ segir Ari Bragi í þættinum.

„Það er ógeðslega lítið og ógeðslega mikil vinna á bak við það. Ef ég bæti mig um sekúndu í viðbót þá á ég heimsmetið. Það er aftur á móti ekki að fara að gerast. Það er leiðinlegt að segja það.“

Sjá má innslag úr þættinum hér að neðan.


Klippa: GYM: Ari Bragi um bætingarnarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.