Körfubolti

Stal 1,6 milljörðum frá NBA-liði til að kaupa sér lúxushús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lukkudýr Sacramento Kings.
Lukkudýr Sacramento Kings. Getty/Thearon W. Henderson
Fyrrum framkvæmdastjóri NBA-liðsins Sacramento Kings hefur verið dæmdur í sjö ár fangelsi fyrir stór fjársvik í starfi.

Jeffrey David reyndi að komast upp með að stela 13,4 milljörðum dollara frá Sacramento Kings þegar hann var framkvæmdastjóri félagsins árið 2015 og 2016.

Sacramento Kings lét David fara árið 2018 en hann tók þá við samskonar starfi hjá Miami Heat. Í framhaldinu komst upp um þjófnað hans. Starfsmaður Kings fann gamlar skrár í tölvu Jeffrey David og í framhaldinu hófst rannsókn hjá bandarísku Alríkislögreglunni.





Jeffrey David komst yfir peningana með því að taka þá frá styrktaraðilum félagsins en hann falsaði undirskriftir ráðamanna Sacramento Kings.

Hann hafði lýst sig sekan í janúar síðastliðnum en nú var komið að því að ákveða refsingu hans.

Hinn 44 ára gamli Jeffrey David grét þegar hann lýsti hvað hann hefði gert eiginkonu sinni og þremur ungum börnum þeirra með framferði sínu.

Jeffrey David var með 30 þúsund dollara í mánaðarlaun hjá Kings og fékk að auki árlega launauppbót. Hann ætlaði hins vegar að græða enn meiri pening á fjármálabraski með peninga Sacramento Kings.





Markmið David var að kaupa umrædd hús, gera þau upp og selja þau síðan á hærra verði. Með því ætlaði hann að borga Sacramento Kings aftur það sem hann tók frá félaginu.

„Ég ætlaði að nota gróðann til að borga fyrir háskóla barnanna og eftirlaunaárin mín,“ sagði Jeffrey David við dómarann í málinu.  „Ég var ótrúlega vitlaus,“ sagði David en það kom fram í réttahöldunum að hann hafði drukkið mikið á árunum 2011 til 2017.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×