Körfubolti

Tony Parker leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Parker fagnar meistaratitilinum 2014.
Parker fagnar meistaratitilinum 2014. vísir/getty

Franski leikstjórnandinn Tony Parker hefur lagt skóna á hilluna.
Parker lék í 18 ár í NBA-deildinni, þar af 17 ár með San Antonio Spurs. Hann lék með Charlotte Hornets í vetur sem reyndist hans síðasta tímabil á ferlinum.

Parker varð fjórum sinnum meistari með San Antonio (2003, 2005, 2007, 2014). Hann var valinn besti leikmaður úrslitanna 2007.

Parker, sem varð 37 ára í síðasta mánuði, er næstleikjahæstur í sögu San Antonio með 1198 leiki. Aðeins Tim Duncan hefur leikið fleiri leiki fyrir félagið (1392). Parker er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu San Antonio með 6829 stoðsendingar.

Á meðan verkfallinu í NBA-deildinni 2011 stóð lék Parker með ASVEL í frönsku úrvalsdeildinni. Hann á meirihluta í félaginu og er forseti þess.

Parker varð Evrópumeistari með franska landsliðinu 2013, var valinn besti leikmaður Evrópumótsins og var stigakóngur þess.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.