Körfubolti

Tony Parker leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Parker fagnar meistaratitilinum 2014.
Parker fagnar meistaratitilinum 2014. vísir/getty
Franski leikstjórnandinn Tony Parker hefur lagt skóna á hilluna.Parker lék í 18 ár í NBA-deildinni, þar af 17 ár með San Antonio Spurs. Hann lék með Charlotte Hornets í vetur sem reyndist hans síðasta tímabil á ferlinum.Parker varð fjórum sinnum meistari með San Antonio (2003, 2005, 2007, 2014). Hann var valinn besti leikmaður úrslitanna 2007.Parker, sem varð 37 ára í síðasta mánuði, er næstleikjahæstur í sögu San Antonio með 1198 leiki. Aðeins Tim Duncan hefur leikið fleiri leiki fyrir félagið (1392). Parker er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu San Antonio með 6829 stoðsendingar.Á meðan verkfallinu í NBA-deildinni 2011 stóð lék Parker með ASVEL í frönsku úrvalsdeildinni. Hann á meirihluta í félaginu og er forseti þess.Parker varð Evrópumeistari með franska landsliðinu 2013, var valinn besti leikmaður Evrópumótsins og var stigakóngur þess.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.