Lífið

Selena Gomez og Jimmy Fallon gráti næst vegna kjúklingavængja

Andri Eysteinsson skrifar
Fallon og Gomez áttu ekki sjö vængina sæla.
Fallon og Gomez áttu ekki sjö vængina sæla. Getty/NBC

„Af hverju gerir þú fólki þetta?“ spurði söng- og leikkonan Selena Gomez þáttastjórnanda YouTube-þáttanna Hot Ones, Sean Evans. Hot Ones gengur út á það að Evans gefur viðmælendum sínum kjúklingavængi við svívirðilega sterkum sósum og spyr þá út í lífið á tilveruna á meðan. Eftir því sem lengra dregur verða spurningarnar erfiðari að svara og sósurnar verða sterkari.

Þessi útgáfa Hot Ones var þó nokkuð styttri en vanalegt er enda var þátturinn í þetta sinn innslag í The Tonight Show, spjallþætti Jimmy Fallon. Fallon og Gomez urðu því bæði fyrir rótsterkum vængjum Evans.

Stjörnunar tvær þóttu standa sig ágætlega og virtist Gomez taka sósunum betur en Fallon. Síðasta sósan sem þykir 400 sinnum sterkari en Jalapeno pipar virkjaði hins vegar tárakirtla söngkonunnar sem átti í mestu vandræðum sökum sósunnar.

Jimmy Fallon þótti ekki standa sig betur en sjón er sögu ríkari og má sjá innslagið hér að neðanAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.