Lífið samstarf

Binni Löve skíthræddur með Benna á Opel Ampera-e

Bílabúð Benna kynnir
Binni Löve prófar Opel Ampera-e
Binni Löve prófar Opel Ampera-e
Binni Löve, samfélagsmiðlastjarna, mætti á Kvartmílubrautina með Benedikt Eyjólfssyni, Benna í Bílabúð Benna, til að prufa 100% rafmagnsbílinn Opel Ampera-e. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Binna í prufuakstrinum en Benni leyfði honum að finna hversu öflugur bíllinn er. Binna leist ekki á blikuna eins og sjá má.

Klippa: Binni Löve skíthræddur í Opel Ampera-e
„Hjartað í mér er á milljón. Er þetta eitthvað grín, er þetta Ferrari eða hvað? Hann er svo fljótur upp“, sagði Binni um bíllinn, á milli þess sem hann æpti í beygjunum hjá Benna.

„Svona keyrir maður ekki á götunum, það er asnalegt. En hér má keyra svona“, áréttaði Benni við Binna í lokin.

Opel Ampera-e verður seldur í forsölu á opel.is en hann verður til afhendingar nú í júlí. Um er að ræða bíl sem fer 500 km á einni hleðslu. Loksins er því kominn rafmagnsbíll í fjölskyldustærð sem hefur ekki takmarkað notagildi.Fulltrúar frá Opel bílaframleiðandanum voru á Íslandi fyrir stuttu til að fræðast um rafbílavæðingu og komust að því að Ísland er fullkomið land fyrir rafmagnsbíla. Eftir að hafa meðal annars heimsótt Hellisheiðarvirkjun og fengið fræðslu um íslenskar aðstæður var tekin ákvörðun um að áhersla yrði lögð á að Ísland fengi bíla en Opel Ampera-e er stöðugt uppseldur hjá framleiðanda sem ekki hefur undan að framleiða bílinn.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Bílabúð Benna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.