Innlent

Keyrði á kyrr­stæðan jeppa og valt á hliðina

Sylvía Hall skrifar
Bílnum var ekið á kyrrstæðan jeppa og endaði á hliðinni.
Bílnum var ekið á kyrrstæðan jeppa og endaði á hliðinni. Vísir/Hjalti
Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að bíll hans valt í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstígs.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafði ökumaðurinn keyrt á kyrrstæðan jeppa sem lagt var í götunni með þeim afleiðingum að bíll hans valt á hliðina á miðri götunni.

Engin alvarleg slys urðu á fólki en þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang hafði ökumaðurinn komist út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þótti þó réttast að flytja hann til skoðunar en meiðsli hans eru talin minniháttar.

Vísir/HjaltiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.