Innlent

Keyrði á kyrr­stæðan jeppa og valt á hliðina

Sylvía Hall skrifar
Bílnum var ekið á kyrrstæðan jeppa og endaði á hliðinni.
Bílnum var ekið á kyrrstæðan jeppa og endaði á hliðinni. Vísir/Hjalti

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að bíll hans valt í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstígs.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafði ökumaðurinn keyrt á kyrrstæðan jeppa sem lagt var í götunni með þeim afleiðingum að bíll hans valt á hliðina á miðri götunni.

Engin alvarleg slys urðu á fólki en þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang hafði ökumaðurinn komist út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þótti þó réttast að flytja hann til skoðunar en meiðsli hans eru talin minniháttar.

Vísir/Hjalti


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.