Körfubolti

Blikar taka sæti Stjörnunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Breiðablik verður áfram í efstu deild
Breiðablik verður áfram í efstu deild vísir/vilhelm
Breiðablik mun tefla fram liði í Domino's deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni í vor.

KKÍ sendi í dag tilkynningu á fjölmiðla þess efnis að Breiðablik tæki sæti Stjörnunnar, sem ákvað að skrá meistaraflokk kvenna í 1. deild frekar en úrvalsdeild næsta vetur.

Þegar Stjarnan tilkynnti KKÍ um ákvörðun sína að fara í 1. deildina þá bauð mótanefnd KKÍ Breiðabliki að taka sætið. Í morgun sögðust Blikar ætla að þiggja boðið.

Grindvíkingar unnu umspilið um laust sæti í efstu deild í vor og verða því nýliðar í deildinni.

Domino's deild kvenna 2019-20 verður því skipuð eftirfarandi liðum: Val, Keflavík, KR, Haukum, Snæfelli, Skallagrími, Grindavík og Breiðabliki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×