Körfubolti

Brons eftir stórsigur á Kýpur

Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leiknum í dag
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leiknum í dag mynd/kkí
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hreppti bronsið á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi eftir sigur á Kýpur í lokaleik liðsins í dag.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og voru þeir 26-8 yfir eftir fyrsta leikhluta. Yfirburðir íslenska liðsins héldu áfram og var staðan 45-22 í hálfleik og því nokkuð ljóst hvernig leikar myndu enda.

Lokatölurnar urðu 86-53 sigur Íslands þar sem Kristinn Pálsson var stigahæstur með 19 stig. Dagur Kár Jónsson skoraði 17 og Þórir Guðmundur Þorbjörnsson 14.

Strákarnir spiluðu fjóra leiki á leikunum, unnu tvo og tveir töpuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×