Körfubolti

Brons eftir stórsigur á Kýpur

Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leiknum í dag
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leiknum í dag mynd/kkí

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hreppti bronsið á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi eftir sigur á Kýpur í lokaleik liðsins í dag.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og voru þeir 26-8 yfir eftir fyrsta leikhluta. Yfirburðir íslenska liðsins héldu áfram og var staðan 45-22 í hálfleik og því nokkuð ljóst hvernig leikar myndu enda.

Lokatölurnar urðu 86-53 sigur Íslands þar sem Kristinn Pálsson var stigahæstur með 19 stig. Dagur Kár Jónsson skoraði 17 og Þórir Guðmundur Þorbjörnsson 14.

Strákarnir spiluðu fjóra leiki á leikunum, unnu tvo og tveir töpuðust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.