Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Þessir grasvellir eru stundum hræðilegir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar er ekki mikill grasmaður.
Arnar er ekki mikill grasmaður.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er allt annað en sáttur við grasvelli landsins og lét þá skoðun sína aftur í ljós eftir leikinn í Grindavík um nýliðna helgi.

„Ég er örugglega að varpa einhverri sprengju hérna en stundum eru þessir vellir á Íslandi alveg hræðilegir. Þeir eru allt of loðnir og holóttir,“ segir Arnar sem kann ekki að meta munin á milli grasvalla.

„Þessi grasmenning er svo þreytandi. Ef við ætlum að hafa gras höfum það þá bara almennilegt. Ég elska fótboltann það mikið að ég veit að leikirnir á verri völlunum verða bara hægir og leiðinlegir og endar með því að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“

Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, gaf lítið fyrir þessi ummæli þjálfarans.

„Þetta er eins og að fara með gröfu á glerhýsi. Víkingarnir eru að bjóða upp á heimavöll í Laugardalnum eins og er. Þeir sem hafa séð gervigrasið þar vita hvað ég er að tala um,“ segir Máni og bætir við.

„Þetta er bara ósmekklegt. Það er verið að reyna að halda úti grasvelli þarna og þetta er bull hjá Arnari. Það er búið að skora fullt af mörkum á grasvöllunum sem hann talar um. Ég sé ekki að boltinn sé verri á grasi en gervigrasi.“

Sjá má þessa umræðu hérna að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Arnar Gunnlaugs ósáttur við íslenskt gras

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×