Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Ester Ósk Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2025 21:00 vísir/Anton Það var mikil dramatík í leik Þór/KA og Fram í Bestu deild kvenna sem áttust við í Boganum í dag. Gestirnir nældu í stigin þrjú með sigurmarki á síðustu sekúndum leiksins. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrstu þrjár mínútur leiksins fóru fram við og inn í vítateig heimakvenna. Eftir fjórar skottilraunir í röð að marki Þór/KA barst boltinn til Öldu Ólafsdóttir sem kom boltanum í netið. Fram komið yfir þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar. Heimakonur náðu að hrista þessa byrjun hratt af sér og strax á 11. mínútu leiksins náðu þær að jafna. Karen María Sigurgeirsdóttir tók hornspyrnu inn á teig sem fór á kollinn á Agnes Birtu Stefánsdóttir sem skallaði boltann inn og staðan 1-1. Fram var nærri því að taka forystuna aftur á 20. mínútu þegar Murielle Tiernan átti skalla að marki af stuttu færi en Hulda Björg Hannesdóttir bjargaði á línu. Staðan í hálfleik 1-1. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, mikil stöðubarátta hjá liðunum og fátt um einhver alvöru færi. Emma Kate Young gerði sig þó seka um mistök þegar um korter lifði leiks þegar hún missti boltann á stórhættulegum stað. Karen María Sigurgeirsdóttir var þá gott sem sloppin í gegn en Emma náði á síðustu stundu að brjóta á henni og uppskar gult spjald. Mögulega hefði verið hægt að færa rök fyrir rauðu spjaldi. Þór/KA voru líklegri síðustu mínúturnar og pressan var á gestunum sem gerðu hvað þær gátu til að koma í veg fyrir mark og virtust ætla að virða stigið. Það var því mikil dramatík á lokasekúndum leiksins þegar langur bolti kom fram frá Lilu Anna Farkas á Murielle Tiernan sem náði að snúa af sér varnarmann Þór/KA og setja boltann í netið með síðustu spyrnu leiksins. Lokatölur 1-2 fyrir Fram sem lyfta sér upp í sjöunda sætið með 18 stig, nú fjórum stigum frá fallsæti. Atvik leiksins Það er óumdeildanlegt dramatíska sigurmarkið í lokin. Leikurinn var farin að lykta af jafntefli og má segja að markið hafi komið sem þruma úr heiðskýru lofti. Þór/KA voru miklu líklegri til að ná inn sigurmarki þótt sóknaraðgerðir þeirra hafi verið frekar máttlausar. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins er markaskorarinn Murielle Tiernan, hún var óþreytandi í öllu sínu í fremstu línu Framkvenna í dag. Framan af réð þó vörn Þór/KA mjög vel við hana en þegar virkilega á reyndi sýndi hún hvað hún getur. Þá má nefna varnarlínu Fram sem steig varla feilspor og nýja markmanninn Ashley Brown Orkus sem mæti í gær og spilaði í dag án þess að þekkja nokkra í Framliðinu. Varnarmenn Þór/KA litu ekkert vel út í sigurmarkinu. Það er þannig með fótbolta að sögulínurnar eru fljótar að breytast og það á við í þessu tilfelli því fram að sigurmarkinu hafði vörn Þór/KA staðið sig vel. Þá má nefna að sóknaraðgerðir heimakvenna urðu stöðugt veikari eftir því sem leið á leikinn og var eins og það vantaði trúna að þær gætu skorað. Murielle Tiernan var hetja Fram í dag.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Það var ekki margt um manninn í Boganum í dag. Talning taldi 97 manns en þau sem voru á leiknum létu í sér heyra. Trommur hljómuðu og stuðningsmenn beggja liða kölluðu sitt lið áfram. Þá var að sjálfsögðu boðið upp á hamborgara og fleira. Dómarinn Ég hef ekkert mikið út á dómaratríóið að setja en þó er möguleiki að það hefði verið hægt að dæma rautt á Emmu Kate Young. Þá hefði sviðsmyndin verið önnur síðasta korter leiksins. Ég ætla þó ekki að fullyrða um ákvörðun dómarans í þeirri ákvarðanatöku. „Það er ekki hægt að spila verr en þetta“ Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA var ómyrkur í máli sínu í dag. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara ömurlegt, þetta er algjörlega á okkur hvernig við förum með þennan leik og ekki boðlegt. Þetta var alveg skelfilega lélegt,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir tap gegn Framkonum á heimavelli í dag. „ Við fórum niður á eitthvað ótrúlegt plan og það var lítill sem engin fótbolti spilaður hér í 90+ eitthvað mínútur. Það verður að gefa Fram það að þær gerðu vel í því sem þær komu hingað til að gera. Þær notuðu vopnin sín vel og fengu þrjú stig, þú færð bara það sem þú átt skilið.“ Jóhann var mjög ósáttur við frammistöðu liðsins og telur þær eiga mikið inni. „Það vantaði gæði í mitt lið, miða við gæðin sem búa í mínu liði að þá var þetta bara ekki boðlegt í dag. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða virkilega vel því þetta snýst bara um það sem við erum að gera sjálfar. Við gerðum þetta bara mjög illa í dag og fyrir vikið töpum við og fáum engin stig.“ Spurður út í síðasta korterið þar sem Þór/KA virtist vera líklegri aðilinn að þá fannst honum eðlilegt að gestirnir féllu niður og þar með fékk hans lið meira pláss. „Við vorum að ýta og þær voru sáttar við stigið þannig var þetta ekki bara eðlilegt? Það vantaði gæði í síðustu aðgerðina og við erum bara mjög ósátt að hafa kastað þessu svona frá okkur. Ég ætla ekki að fara að kenna neinu öðru um, ekki lélegri dómgæslu eða öðru. Þetta er bara á okkur að skora og koma svo í veg fyrir það sem gerðist hér í restina.“ Jóhann var ómyrkur í máli sínu. „Þú getur ekki farið neðar en þetta. Framarar voru í þessari stöðu fyrir þennan leik, þær voru að spyrna sér frá botninum og við vissum að þetta yrði erfitt. Við förum bara ekki neðar, það er bara ekki hægt að spila verr en þetta. Ég hef miklar áhyggjur af því að ég fái ekki liðið mitt til að spila betur en þær gerðu í dag en þú ert þar sem þú átt að vera. Þú færð það sem þú átt skilið og ef við sogumst í fallbaráttuna að þá eigum við það skilið.“ Í lokin var hann spurður út í orðaskiptin við Óskar þjálfara Fram undir lok leiks. „Þetta er bara góð spurning, ég veit það ekki. Fram stelpa lág eftir fast leikatriði sem var bara klókt, þær voru að vinna tíma en síðan stendur hún á fætur og ég segi við dómarann að halda áfram með leikinn. Þessi dómari horfði ekki endilega mest á leikinn og hann sá ekki að hún var staðinn upp. Hann stoppar hratt innkast hjá okkur og þá segi ég áfram með leikinn og það fór eitthvað fyrir brjóstið á Óskari því hann fór í einhver Braveheart gír. Ég hafði bara gaman af því.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Fram
Það var mikil dramatík í leik Þór/KA og Fram í Bestu deild kvenna sem áttust við í Boganum í dag. Gestirnir nældu í stigin þrjú með sigurmarki á síðustu sekúndum leiksins. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrstu þrjár mínútur leiksins fóru fram við og inn í vítateig heimakvenna. Eftir fjórar skottilraunir í röð að marki Þór/KA barst boltinn til Öldu Ólafsdóttir sem kom boltanum í netið. Fram komið yfir þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar. Heimakonur náðu að hrista þessa byrjun hratt af sér og strax á 11. mínútu leiksins náðu þær að jafna. Karen María Sigurgeirsdóttir tók hornspyrnu inn á teig sem fór á kollinn á Agnes Birtu Stefánsdóttir sem skallaði boltann inn og staðan 1-1. Fram var nærri því að taka forystuna aftur á 20. mínútu þegar Murielle Tiernan átti skalla að marki af stuttu færi en Hulda Björg Hannesdóttir bjargaði á línu. Staðan í hálfleik 1-1. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri, mikil stöðubarátta hjá liðunum og fátt um einhver alvöru færi. Emma Kate Young gerði sig þó seka um mistök þegar um korter lifði leiks þegar hún missti boltann á stórhættulegum stað. Karen María Sigurgeirsdóttir var þá gott sem sloppin í gegn en Emma náði á síðustu stundu að brjóta á henni og uppskar gult spjald. Mögulega hefði verið hægt að færa rök fyrir rauðu spjaldi. Þór/KA voru líklegri síðustu mínúturnar og pressan var á gestunum sem gerðu hvað þær gátu til að koma í veg fyrir mark og virtust ætla að virða stigið. Það var því mikil dramatík á lokasekúndum leiksins þegar langur bolti kom fram frá Lilu Anna Farkas á Murielle Tiernan sem náði að snúa af sér varnarmann Þór/KA og setja boltann í netið með síðustu spyrnu leiksins. Lokatölur 1-2 fyrir Fram sem lyfta sér upp í sjöunda sætið með 18 stig, nú fjórum stigum frá fallsæti. Atvik leiksins Það er óumdeildanlegt dramatíska sigurmarkið í lokin. Leikurinn var farin að lykta af jafntefli og má segja að markið hafi komið sem þruma úr heiðskýru lofti. Þór/KA voru miklu líklegri til að ná inn sigurmarki þótt sóknaraðgerðir þeirra hafi verið frekar máttlausar. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins er markaskorarinn Murielle Tiernan, hún var óþreytandi í öllu sínu í fremstu línu Framkvenna í dag. Framan af réð þó vörn Þór/KA mjög vel við hana en þegar virkilega á reyndi sýndi hún hvað hún getur. Þá má nefna varnarlínu Fram sem steig varla feilspor og nýja markmanninn Ashley Brown Orkus sem mæti í gær og spilaði í dag án þess að þekkja nokkra í Framliðinu. Varnarmenn Þór/KA litu ekkert vel út í sigurmarkinu. Það er þannig með fótbolta að sögulínurnar eru fljótar að breytast og það á við í þessu tilfelli því fram að sigurmarkinu hafði vörn Þór/KA staðið sig vel. Þá má nefna að sóknaraðgerðir heimakvenna urðu stöðugt veikari eftir því sem leið á leikinn og var eins og það vantaði trúna að þær gætu skorað. Murielle Tiernan var hetja Fram í dag.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Það var ekki margt um manninn í Boganum í dag. Talning taldi 97 manns en þau sem voru á leiknum létu í sér heyra. Trommur hljómuðu og stuðningsmenn beggja liða kölluðu sitt lið áfram. Þá var að sjálfsögðu boðið upp á hamborgara og fleira. Dómarinn Ég hef ekkert mikið út á dómaratríóið að setja en þó er möguleiki að það hefði verið hægt að dæma rautt á Emmu Kate Young. Þá hefði sviðsmyndin verið önnur síðasta korter leiksins. Ég ætla þó ekki að fullyrða um ákvörðun dómarans í þeirri ákvarðanatöku. „Það er ekki hægt að spila verr en þetta“ Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA var ómyrkur í máli sínu í dag. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara ömurlegt, þetta er algjörlega á okkur hvernig við förum með þennan leik og ekki boðlegt. Þetta var alveg skelfilega lélegt,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir tap gegn Framkonum á heimavelli í dag. „ Við fórum niður á eitthvað ótrúlegt plan og það var lítill sem engin fótbolti spilaður hér í 90+ eitthvað mínútur. Það verður að gefa Fram það að þær gerðu vel í því sem þær komu hingað til að gera. Þær notuðu vopnin sín vel og fengu þrjú stig, þú færð bara það sem þú átt skilið.“ Jóhann var mjög ósáttur við frammistöðu liðsins og telur þær eiga mikið inni. „Það vantaði gæði í mitt lið, miða við gæðin sem búa í mínu liði að þá var þetta bara ekki boðlegt í dag. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða virkilega vel því þetta snýst bara um það sem við erum að gera sjálfar. Við gerðum þetta bara mjög illa í dag og fyrir vikið töpum við og fáum engin stig.“ Spurður út í síðasta korterið þar sem Þór/KA virtist vera líklegri aðilinn að þá fannst honum eðlilegt að gestirnir féllu niður og þar með fékk hans lið meira pláss. „Við vorum að ýta og þær voru sáttar við stigið þannig var þetta ekki bara eðlilegt? Það vantaði gæði í síðustu aðgerðina og við erum bara mjög ósátt að hafa kastað þessu svona frá okkur. Ég ætla ekki að fara að kenna neinu öðru um, ekki lélegri dómgæslu eða öðru. Þetta er bara á okkur að skora og koma svo í veg fyrir það sem gerðist hér í restina.“ Jóhann var ómyrkur í máli sínu. „Þú getur ekki farið neðar en þetta. Framarar voru í þessari stöðu fyrir þennan leik, þær voru að spyrna sér frá botninum og við vissum að þetta yrði erfitt. Við förum bara ekki neðar, það er bara ekki hægt að spila verr en þetta. Ég hef miklar áhyggjur af því að ég fái ekki liðið mitt til að spila betur en þær gerðu í dag en þú ert þar sem þú átt að vera. Þú færð það sem þú átt skilið og ef við sogumst í fallbaráttuna að þá eigum við það skilið.“ Í lokin var hann spurður út í orðaskiptin við Óskar þjálfara Fram undir lok leiks. „Þetta er bara góð spurning, ég veit það ekki. Fram stelpa lág eftir fast leikatriði sem var bara klókt, þær voru að vinna tíma en síðan stendur hún á fætur og ég segi við dómarann að halda áfram með leikinn. Þessi dómari horfði ekki endilega mest á leikinn og hann sá ekki að hún var staðinn upp. Hann stoppar hratt innkast hjá okkur og þá segi ég áfram með leikinn og það fór eitthvað fyrir brjóstið á Óskari því hann fór í einhver Braveheart gír. Ég hafði bara gaman af því.“