Körfubolti

Klay tæpur fyrir leik þrjú

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klay í síðasta leik gegn Toronto.
Klay í síðasta leik gegn Toronto. vísir/getty

Það eru meiðslavandræði á meisturum Golden State Warriors en tveir leikmenn liðsins meiddust í síðasta leik gegn Toronto Raptors í úrslitum NBA-deildarinnar.

Varamiðherjinn Kevon Looney meiddist illa og er talið afar ólíklegt að hann geti spilað meira með liðinu. Það mun hafa nokkur áhrif á liðið.

Svo haltraði Klay Thompson sömuleiðis af velli. Hann er ekki alvarlega meiddur en er mjög tæpur fyrir leik 3 milli liðanna á morgun.

Svo er Kevin Durant auðvitað enn fjarverandi og hefur verið í mánuð. Vonir standa til um að hann geti farið að taka þátt í fjörinu en ekkert er þó staðfest í þeim efnum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.