Körfubolti

Kawhi farinn í mál við Nike

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kawhi Leonard.
Kawhi Leonard. vísir/getty
NBA-stjarnan Kawhi Leonard er ekkert allt of sátt við íþróttavöruframleiðandann Nike sem Kawhi segir að hafi stolið af sér merki sem hann hannaði.

Sérstakt merki er á ákveðnum fatnaði Kawhi. Leikmaðurinn segist hafa hannað það og leyft Nike að nota í hófi á ákveðnum vörum. Hann varð því frekar fúll er hann heyrði að Nike væri komið með einkaleyfi á þessu merki. Það hefði fyrirtækið gert án þess að spyrja hann um leyfi.

Hér má sjá merkið sem um ræðir.
Leikmaðurinn hætti á samningi hjá Nike í nóvember á síðasta ári og samdi við New Balance.

Merkið umtalaða segist hann hafa teiknað sjálfur. Hann hafi dregið penna í kringum sína stóru fingur og miðja merkisins býr svo til K. Stóri fingur og þumalfingur mynda svo L.

Verður áhugavert að fylgjast með framvindu þessa máls en Kawhi þarf aftur á móti að setja alla sína krafta í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar er hann á fullu með Toronto Raptors í hörkuslag gegn Golden State Warriors en staðan í einvígi liðanna er jöfn, 1-1.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×