Körfubolti

Kyle Lowry vill að stuðningsmaður Golden State Warriors verði settur í ævibann frá NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyle Lowry og umræddur áhorfendi sem fékk ekki að klára leikinn í nótt.
Kyle Lowry og umræddur áhorfendi sem fékk ekki að klára leikinn í nótt. Getty/y Lachlan Cunningham
Kyle Lowry átti frábæran leik með Toronto Raptors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt en hann lenti líka í útistöðum við einn stuðningsmann Golden State Warriors í miðjum leik.

Kyle Lowry endaði leikinn með 23 stig og 9 stoðsendingar og Toronto komst 2-1 yfir í einvíginu með sannfærandi sigri á útivelli. Heimavallarrétturinn er nú aftur þeirra.

Atvikið sem vakti ekki síður athygli en frammistaða Kyle Lowry inn á vellinum gerðist rétt fyrir utan hann.





Kyle Lowry skutlaði sér þá inn í miðjan áhorfendahópinn við hliðarlínuna til að reyna að bjarga lausum bolta.

Nokkrir áhorfendanna fengu að finna fyrir því en það voru þó ekki þeir sem voru ósáttir heldur einn af áhorfendunum í fremstu röð sem rétt slapp við að fá Lowry í fangið.

„Hann greip í mig að ástæðulausu og síðan sagði hann nokkur dónaleg orð við mig. Hann blótaði mér síðan ítrekað. Það er ekki pláss fyrir slíkt í okkar deild. Sem betur fer þá hentu þeir honum út úr húsi eftir að ég útskýrði málið fyrir öryggisvörðunum,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn.

„Deildin tekur vanalega hart og vel á svona málum og vonandi verður þessi einstaklingur settur í eilífðarbann frá NBA,“ sagði Lowry.

Kyle Lowry ræddi uppákomuna á Sport Center eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan en þar má einnig finna þetta umrædda atvik.













NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×