Frægasta fótspor NBA-sögunnar á afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 22:30 Allen Iverson reynir að komast framhjá Tyronn Lue í lokaúrslitunum 2001. Getty/Manny Millan Allen Iverson bauð upp á sögulega frammistöðu í fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Aldrei áður og aldrei síðar hefur leikmaður skorað jafnmörg stig í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvíginu en Iverson gerði 6. júní 2001. Það var þó sérstaklega eitt fótspor Allen Iverson sem hefur haldið minningunni um þennan leik á lífi en síðan eru liðin nákvæmlega átján ár. Allen Iverson skoraði 48 stig í leiknum á móti Los Angeles Lakers sem Philadelphia 76ers vann óvænt 107-101 á heimavelli Lakers. Iverson var einnig með 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Hann skoraði 34 stuigum meira en næststigahæsti leikmaður 76ers liðsins sem voru þeir Dikembe Mutombo og Eric Snow með 13 stig hvor.18 years ago today ... Iverson stepped over Tyronn Lue pic.twitter.com/bCVgKKdrfZ — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019Tyronn Lue kom inn af bekknum hjá Lakers liðinu og fékk það verkefni að reyna að hægja á Allen Iverson sem hafði átt magnað tímabil og var meðal annars kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og Allen Iverson spilaði 52 mínútur af 53 mínútum í boði. Hann hitti úr 18 af 41 skoti utan af velli, 3 af 8 þriggja stiga skotum og öllum níu vítunum. Eftir eina af körfum Iverson á lokakaflanum þá lá Tyronn Lue á gólfinu fyrir framan hann. Iverson steig þá yfir hann með og gerði um leið lítið úr Tyronn Lue. Í dag fengi leikmaður tæknivillu fyrir þetta í NBA-deildinni en Iverson slapp og fagnaði seinna sigri í leiknum. Philadelphia 76ers átti hins vegar fá svör við ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers eftir það. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant félagar unnu næstu fjóra leiki og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. Það breytir ekki því að það frægasta atvikið úr þessu einvígi er þetta fótspor Allen Iverson. Iverson komst aldrei aftur í lokaúrslit NBA og endaði NBA-ferilinn sem flökkukind. Hann lék sinn síðasta leik í deildinni 20. febrúar 2010.AIlen Iverson talks about Tyronn Lue, his defense & the iconic GM1 moment with @marczumoff (Via @Thuzio)pic.twitter.com/vvXbq3p04E — Ballislife.com (@Ballislife) June 6, 201918 years ago today, Allen Iverson stepped over Tyronn Lue. pic.twitter.com/d52QLBtiN2 — Complex Sports (@ComplexSports) June 6, 2019 NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Körfubolti Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Allen Iverson bauð upp á sögulega frammistöðu í fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Aldrei áður og aldrei síðar hefur leikmaður skorað jafnmörg stig í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvíginu en Iverson gerði 6. júní 2001. Það var þó sérstaklega eitt fótspor Allen Iverson sem hefur haldið minningunni um þennan leik á lífi en síðan eru liðin nákvæmlega átján ár. Allen Iverson skoraði 48 stig í leiknum á móti Los Angeles Lakers sem Philadelphia 76ers vann óvænt 107-101 á heimavelli Lakers. Iverson var einnig með 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Hann skoraði 34 stuigum meira en næststigahæsti leikmaður 76ers liðsins sem voru þeir Dikembe Mutombo og Eric Snow með 13 stig hvor.18 years ago today ... Iverson stepped over Tyronn Lue pic.twitter.com/bCVgKKdrfZ — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019Tyronn Lue kom inn af bekknum hjá Lakers liðinu og fékk það verkefni að reyna að hægja á Allen Iverson sem hafði átt magnað tímabil og var meðal annars kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og Allen Iverson spilaði 52 mínútur af 53 mínútum í boði. Hann hitti úr 18 af 41 skoti utan af velli, 3 af 8 þriggja stiga skotum og öllum níu vítunum. Eftir eina af körfum Iverson á lokakaflanum þá lá Tyronn Lue á gólfinu fyrir framan hann. Iverson steig þá yfir hann með og gerði um leið lítið úr Tyronn Lue. Í dag fengi leikmaður tæknivillu fyrir þetta í NBA-deildinni en Iverson slapp og fagnaði seinna sigri í leiknum. Philadelphia 76ers átti hins vegar fá svör við ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers eftir það. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant félagar unnu næstu fjóra leiki og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. Það breytir ekki því að það frægasta atvikið úr þessu einvígi er þetta fótspor Allen Iverson. Iverson komst aldrei aftur í lokaúrslit NBA og endaði NBA-ferilinn sem flökkukind. Hann lék sinn síðasta leik í deildinni 20. febrúar 2010.AIlen Iverson talks about Tyronn Lue, his defense & the iconic GM1 moment with @marczumoff (Via @Thuzio)pic.twitter.com/vvXbq3p04E — Ballislife.com (@Ballislife) June 6, 201918 years ago today, Allen Iverson stepped over Tyronn Lue. pic.twitter.com/d52QLBtiN2 — Complex Sports (@ComplexSports) June 6, 2019
NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Körfubolti Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira