Körfubolti

Einn eigenda Warriors í ársbann fyrir að ýta við leikmanni | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lowry lætur hér Stevens heyra það.
Lowry lætur hér Stevens heyra það. vísir/getty

NBA-deildin ákvað í gær að setja einn af eigendum Golden State Warriors í eins árs bann frá deildinni eftir að hann ýtti hraustlega við leikmanni Toronto á dögunum.

Kappinn heitir Mark Stevens og á lítinn hlut í félaginu. Hann fékk líka sekt upp á 62 milljónir króna. Golden State harmaði líka þessa hegðun og hefur ekkert út á bannið að setja.Leikmaðurinn sem Stevens stuggaði við var Kyle Lowry og hann sagði Stevens hafa verið með stæla við sig allan leikinn.

„Þessi gæi er ekki góð auglýsing fyrir eigendahópinn. Hann á ekki að vera hluti af deildinni. Við höfum ekkert við svona kóna að gera. Menn sem haga sér svona. Ég ætla ekki að ljúga en ég var brjálaður út í hann,“ sagði Lowry.

Stevens hefur þegar beðist afsökunar á hegðun sinni og sættir sig við þá refsingu sem hann fékk.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.