Körfubolti

Einn eigenda Warriors í ársbann fyrir að ýta við leikmanni | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lowry lætur hér Stevens heyra það.
Lowry lætur hér Stevens heyra það. vísir/getty
NBA-deildin ákvað í gær að setja einn af eigendum Golden State Warriors í eins árs bann frá deildinni eftir að hann ýtti hraustlega við leikmanni Toronto á dögunum.Kappinn heitir Mark Stevens og á lítinn hlut í félaginu. Hann fékk líka sekt upp á 62 milljónir króna. Golden State harmaði líka þessa hegðun og hefur ekkert út á bannið að setja.Leikmaðurinn sem Stevens stuggaði við var Kyle Lowry og hann sagði Stevens hafa verið með stæla við sig allan leikinn.„Þessi gæi er ekki góð auglýsing fyrir eigendahópinn. Hann á ekki að vera hluti af deildinni. Við höfum ekkert við svona kóna að gera. Menn sem haga sér svona. Ég ætla ekki að ljúga en ég var brjálaður út í hann,“ sagði Lowry.Stevens hefur þegar beðist afsökunar á hegðun sinni og sættir sig við þá refsingu sem hann fékk.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.