Frábær síðari hálfleikur Toronto sem er einum sigri frá fyrsta NBA-titlinum

Frábær síðari hálfleikur skilaði Toronto Raptors þriðja sigrinum í úrslitaeinvíginu gegn ríkjandi NBA-meisturum í Golden State Warriors. Toronto vann leik liðanna í nótt, 105-92.
Golden State var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum stigum í hálfleik, 46-42, og stefndi allt í að þeir myndu jafna metin.
Gestirnir í Toronto hrukku hins vegar í gang í síðari hálfleik. Kawhi Leonard opnaði síðari hálfleikinn á þriggja stiga körfu og þá hrukku þeir í gang.
Þeir gjörsamlega rúlluðu yfir heimamenn í þriðja leikhlutanum og lögðu þar grunninn að sigrinum en þriðja leikhlutann unnu Toronto 37-21.
Golden State hitti nákvæmlega ekkert í síðari hálfleik og til að mynda klúðruðu þeir sjö vítaskotum og hittu ekki nema 30% af þriggja stiga skotum sínum.
Led by Serge Ibaka and Kyle Lowry's connection, the TOP 3 PLAYS from Game 4 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/bAxrifbzdZ
— NBA (@NBA) June 8, 2019
Lokatölur urðu nokkuð öruggur sigur Toronto en einu sinni sem oftar var Kawhi Leonard frábær. Hann gerði 36 stig og tók þar að auki tólf fráköst. Serge Ibaka kom einnig sterkur inn af bekknum og gerði átján stig.
Í liði Golden State snéri Klay Thompson aftur til baka og hann var stigahæstur með 28 stig. Eftir glæsilega frammistöðu í síðasta leik náði Stephen Curry ekki að halda uppteknum hætti og hitti einungis níu af 22 skotum sínum.
Toronto getur því orðið NBA meistari í fyrsta sinn er liðin mætast í fimmta leik liðanna í Toronto á mánudaginn.
Home#WeTheNorth pic.twitter.com/Wm1ucDA2BJ
— Toronto Raptors (@Raptors) June 8, 2019