Körfubolti

Allar skoruðu í stórsigri á Mónakó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallveig Jónsdóttir skoraði 10 stig.
Hallveig Jónsdóttir skoraði 10 stig. Mynd/KKÍ

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann sinn þriðja leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í morgun þegar íslensku stelpurnar unnu 32 stiga sigur á Mónakó, 91-59.

Íslenska liðið hefur spilað mjög vel á mótinu og þetta var þriðji leikurinn sem liðið vinnur stórt.

Íslenska liðið var samt aðeins þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-23, eftir flautuþrist frá Hildi Björgu Kjartansdóttur.

Leiðir skildu aftur á móti í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 25-5. Íslensku stelpurnar voru því 23 stigum yfir í hálfleik, 51-28, og sigurinn aldrei í hættu eftir það.

Embla Kristínardóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig en þær Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir voru með 12 stig hvor.

Allir tólf leikmenn íslenska liðsins skoruðu í leiknum.

Íslenska liðið hefur unnið Möltu, Lúxemborg og Mónakó en tapaði fyrir Eurobasket liði Svartfjallalands. Lokaleikurinn er síðan á móti Kýpur á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá leiknum frá fésbókarsíðu Körfuknattleikssambands Íslands.

Stig Íslands í leiknum:
Embla Kristínardóttir 14
Helena Sverrisdóttir 12
Hildur Björg Kjartansdóttir 12
Hallveig Jónsdóttir 10
Bryndís Guðmundsdóttir 9
Gunnhildur Gunnarsdóttir 9
Þóra Kristín Jónsdóttir 8
Thelma Dís Ágústsdóttir 6
Sigrún Björg Ólafsdóttir 5
Berglind Gunnarsdóttir 4
Sara Rún Hinriksdóttir 1
Þóranna Kika Hodge-Carr 1

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.