Körfubolti

Jákvæð teikn á lofti með mætinguna í Pepsi Max-deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Svo margir mættu á Breiðablik á móti ÍA að gamla stúkan í Kópavogi var full.
Svo margir mættu á Breiðablik á móti ÍA að gamla stúkan í Kópavogi var full. vísir/vilhelm

Mætingin á fyrstu fimm umferðirnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta er aðeins betri en á sama tíma í fyrra en alls hafa 31.256 áhorfendur sótt leikina 30 í fyrstu fimm umferðunum sem gerir 1.042 áhorfanda að meðaltali á hvern leik.

Á sama tíma í fyrra höfðu 1.019 áhorfendur mætt á hvern leik að meðaltali en áhorfendafjöldi jókst um 20 að meðaltali á hvern leik frá 2017 til 2018. Hann fór úr 838, þeim lægsta á öldinni, í 858 sem er næstversta talan frá aldamótum.

Góðu fréttirnar eru að áhorfendafjöldinn hefur ekki farið minnkandi frá fyrstu umferð eins og í fyrra. Þá mættu 1.464 á fyrstu umferðina en eftir það náðist aldrei aftur að safna yfir 1.000 manns að meðaltali á hverja umferð.

Töluvert færri mættu aða meðaltali á fyrstu umfeðrina í ár heldur en í fyrra en aðsóknin hefur verið jafnari og betri. Þrisvar sinnum í fyrstu fimm umferðunum hefur áhorfendafjöldinn farið yfir 1.000 manns að meðaltali en hann tók stökk úr 877 upp í 1.116 frá fjórðu umferð til þeirrar fimmtu.

Ríflega 2.000 manns sóttu toppslag Breiðabliks og ÍA á Kópavogsvelli á sunnudagskvöldið en það var í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferðinni í fyrra þegar að Valur og KR mættust sem að áhorfendafjöldi á einum leik fer yfir 2.000 manns.

Mætingin eftir fimm umferðir 2018:
1. umf 1.464
2. umf 986
3. umf 983
4. umf 780
5. umf 882
Meðaltal: 1.019

Mætingin eftir fimm umferðir 2019:
1. umf 1.130
2. umf 1.246
3. umf 841
4. umf 877
5. umf 1.116
Meðaltal: 1.042Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.