Lífið

Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Duncan Laurence vann Eurovision á laugardaginn. Keppnin verður að öllum líkindum haldin í Rotterdam að ári.
Duncan Laurence vann Eurovision á laugardaginn. Keppnin verður að öllum líkindum haldin í Rotterdam að ári.

Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga.

Laurence hefur áður tekið þátt í svipaðri keppni og var það árið 2014 þegar hann tók þátt í hollensku útgáfunni af The Voice.

Í þeirr keppni var hann meðal efstu keppanda en í kjölfar Eurovision hafa margir verið að skoða myndbönd af Laurence í The Voice en hér að neðan má sjá hvernig hann stóð sig fyrir fimm árum.

Laurence komst í undanúrslitaþáttinn og datt þar úr leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.