Körfubolti

Eigandi Cavaliers fékk líklega hjartaáfall

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gilbert er hér með Barack Obama er Cavs heimsótti Hvíta húsið árið 2016.
Gilbert er hér með Barack Obama er Cavs heimsótti Hvíta húsið árið 2016. vísir/getty
Dan Gilbert, eigandi NBA-liðsins Cleveland Cavaliers, lagðist inn á spítala í gær en óttast er að hann hafi fengið hjartaáfall.

Gilbert þekkti einkennin og lét koma sér á sjúkrahús sem allra fyrst þar sem hann er nú í meðhöndlun. Hann er sagður vera á fínum batavegi.

Gilbert er 57 ára gamall og hefur verið eigandi Cavaliers síðan árið 2005.

Með hann sem eiganda hefur félagið gengið vel og fimm sinnum komist í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Liðið varð svo meistari árið 2016.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×