Körfubolti

Sjáðu þriggja stiga sýningu Hauks Helga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi hélt skotsýningu í gær.
Haukur Helgi hélt skotsýningu í gær. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Nanterre 92 tryggði sér sæti í undanúrslitum um franska meistaratitilinn í körfubolta með sigri á Pau-Lacq-Orthez, 84-69, í gær.Haukur Helgi skoraði 25 stig og var stigahæstur á vellinum. Íslenski landsliðsmaðurinn var sérstaklega heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en hann skoraði sex þrista í átta tilraunum.Skotsýningu Hauks Helga í leiknum á móti Pau-Lacq-Orthez má sjá hér fyrir neðan.Haukur Helgi var valinn maður leiksins í gær. Hann skilaði 23 framlagsstigum, sjö fleiri en næsti maður á vellinum.Í undanúrslitunum mætir Nanterre deildarmeisturum Lyon-Villeurbanne. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.


Tengdar fréttir

Haukur Helgi skaut Nanterre í undanúrslit

Haukur Helgi Pálsson átti stórleik og var stigahæstur í liði Nanterre 92 sem tryggði sér sæti í undanúrslitum frönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.