Körfubolti

Sjáðu þriggja stiga sýningu Hauks Helga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi hélt skotsýningu í gær.
Haukur Helgi hélt skotsýningu í gær. vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Nanterre 92 tryggði sér sæti í undanúrslitum um franska meistaratitilinn í körfubolta með sigri á Pau-Lacq-Orthez, 84-69, í gær.

Haukur Helgi skoraði 25 stig og var stigahæstur á vellinum. Íslenski landsliðsmaðurinn var sérstaklega heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en hann skoraði sex þrista í átta tilraunum.

Skotsýningu Hauks Helga í leiknum á móti Pau-Lacq-Orthez má sjá hér fyrir neðan.


Haukur Helgi var valinn maður leiksins í gær. Hann skilaði 23 framlagsstigum, sjö fleiri en næsti maður á vellinum.

Í undanúrslitunum mætir Nanterre deildarmeisturum Lyon-Villeurbanne. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.


Tengdar fréttir

Haukur Helgi skaut Nanterre í undanúrslit

Haukur Helgi Pálsson átti stórleik og var stigahæstur í liði Nanterre 92 sem tryggði sér sæti í undanúrslitum frönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.