Körfubolti

Sá besti 2017 og 2018 fór með til Toronto

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Durant er með 34,2 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.
Durant er með 34,2 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. vísir/getty
Kevin Durant, leikmaður Golden State Warriors, ferðaðist með liðinu til Toronto þar sem fyrstu tveir leikirnir í úrslitum NBA-deildarinnar fara fram.Durant meiddist á kálfa í fimmta leik Golden State og Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og hefur ekkert spilað síðan þá.Fjarvera Durants hefur ekki komið að sök en Golden State hefur unnið alla leikina sem hann hefur misst af.Ekki er búist við því að Durant verði með í fyrsta leiknum gegn Toronto aðfaranótt föstudags en hann gæti náð leik tvö aðfaranótt mánudags. Eftir það færist einvígið til Oakland í Kaliforníu.Durant var valinn besti leikmaður úrslitanna 2017 og 2018 en í bæði skiptin varð Golden State meistari.Í vetur skoraði Durant 26,0 stig og var níundi stigahæsti leikmaður deildarinnar. Í úrslitakeppninni er hann með 34,2 stig að meðaltali í leik.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.