Philadelphia og Portland tryggðu sér bæði oddaleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 07:30 Damian Lillard vaknaði eftir smá lúr. vísir/getty Portland Trail Blazers komst hjá því að fara í sumarfrí í nótt þegar að liðið lagði Denver Nuggets á heimavelli sínum í sjötta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildar NBA með 119 stigum gegn 108. Staðan í einvíginu er því 3-3 og ráðast úrslitin í oddaleik á hinum gríðarlega öfluga heimavelli Denver-manna en sigurvegarinn fer í úrslit vestursins og mætir þar annað hvort Golden State eða Houston. Damian Lillard skoraði 32 stig fyrir Portland, þar af 17 í þriðja leikhluta en hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu tveimur leikjum liðsins í undanúrslitarimmunni. CJ McCollum lét ekki sitt eftir liggja en hann skoraði 30 stig og Rodney Hood kom sterkur inn af bekknum með 25 stig en alls skoruðu þeir þrír 87 af 119 stigum Portland í leiknum.Jimmy Butler var aðalmaðurinn þegar að Philadelphia 76ers tryggði sér oddaleik í rimmunni gegn Toronto Raptors í austrinu en þar bíður Milwaukee Bucks eftir mótherja í úrslitarimmu austursins eftir að pakka saman Boston Celtics, 4-1. 76ers vann öruggan sigur á heimavelli í nótt í sjötta leiknum gegn Toronto, 112-101, en staðan þar er 3-3 og ráðast úrslitin í oddaleik í Kanada. Jimmy Butler skoraði 25 stig, þar af nokkrar mikilvægar körfur á mikilvægum stundum en Ástralinn Ben Simmons lét ekki sitt eftir liggja með 21 stig. Joel Embiid skoraði 17 stig og tók tól fráköst. Kawhi Leonard hefur skorað nánast að vild í einvíginu og farið yfir 30 stigin í fjórum af fyrstu fimm leikjunum en 76ers náði að halda honum í 29 stigum og tólf fráköstum í nótt. NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Portland Trail Blazers komst hjá því að fara í sumarfrí í nótt þegar að liðið lagði Denver Nuggets á heimavelli sínum í sjötta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildar NBA með 119 stigum gegn 108. Staðan í einvíginu er því 3-3 og ráðast úrslitin í oddaleik á hinum gríðarlega öfluga heimavelli Denver-manna en sigurvegarinn fer í úrslit vestursins og mætir þar annað hvort Golden State eða Houston. Damian Lillard skoraði 32 stig fyrir Portland, þar af 17 í þriðja leikhluta en hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu tveimur leikjum liðsins í undanúrslitarimmunni. CJ McCollum lét ekki sitt eftir liggja en hann skoraði 30 stig og Rodney Hood kom sterkur inn af bekknum með 25 stig en alls skoruðu þeir þrír 87 af 119 stigum Portland í leiknum.Jimmy Butler var aðalmaðurinn þegar að Philadelphia 76ers tryggði sér oddaleik í rimmunni gegn Toronto Raptors í austrinu en þar bíður Milwaukee Bucks eftir mótherja í úrslitarimmu austursins eftir að pakka saman Boston Celtics, 4-1. 76ers vann öruggan sigur á heimavelli í nótt í sjötta leiknum gegn Toronto, 112-101, en staðan þar er 3-3 og ráðast úrslitin í oddaleik í Kanada. Jimmy Butler skoraði 25 stig, þar af nokkrar mikilvægar körfur á mikilvægum stundum en Ástralinn Ben Simmons lét ekki sitt eftir liggja með 21 stig. Joel Embiid skoraði 17 stig og tók tól fráköst. Kawhi Leonard hefur skorað nánast að vild í einvíginu og farið yfir 30 stigin í fjórum af fyrstu fimm leikjunum en 76ers náði að halda honum í 29 stigum og tólf fráköstum í nótt.
NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira