Valdið verði áfram hjá sjóðfélögum Frjálsa Ásdís Eva Hannesdóttir og Magnús Pálmi Skúlason skrifar 10. maí 2019 12:31 Frjálsi lífeyrissjóðurinn gengur í gegnum breytingar um þessar mundir. Stjórn sjóðsins hefur unnið samstiga að þeim umbótum sem aðalfundur samþykkti á síðastliðnu ári. Nú bregður svo við að einn stjórnarmanna, Halldór Friðrik Þorsteinsson (HFÞ), endurvekur þá tillögu, sem hafnað var á aðalfundinum, að valdið til þess að ákveða meiriháttar breytingar er varða rekstrarfyrirkomulag Frjálsa, verði tekið af sjóðfélögum og alfarið fært í hendur stjórnar.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí sl. segir HFÞ: „Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns“. Hér er hlutunum snúið á hvolf. Verði breytingartillaga HFÞ samþykkt á ársfundi Frjálsa 13. maí nk. munu sjóðfélagar einmitt ekki hafa bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins. Stjórn sjóðsins mun verða einráð um rekstrarfyrirkomulag, samkvæmt tillögu HFÞ, án þess að þurfa að bera meiriháttar breytingar undir sjóðfélaga til ákvörðunar. Á ársfundinum leggur stjórn sjóðsins til að samþykktum hans verði breytt á þann veg að nafn Arion banka verði tekið út sem rekstraraðila sjóðsins. Í stað þess verði stjórn veitt heimild til þess að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Það er mikilvægt ákvæði í breytingartillögu stjórnar, að hyggist hún gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða vali á rekstraraðila, skuli slík tillaga vera borin undir sjóðfélaga og hljóta samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða, líkt og gildir um breytingar á samþykktum almennt. Tillagan er í samræmi við ályktun, sem samþykkt var á síðasta ársfundi sjóðsins. Verði hún samþykkt stuðlar hún að sjóðfélagalýðræði og gerir það engum vafa undirorpið að sjóðurinn hefur fullt frelsi um fyrirkomulag á rekstri sínum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá stofnun útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækis. Nýlega var framkvæmdastjóri sjóðsins gerður að starfsmanni hans og er hann fyrsti starfsmaður sjóðsins frá upphafi. Ákveðið hefur verið að innri endurskoðun sjóðsins verður flutt frá rekstraraðilanum, Arion banka, til endurskoðunarfélags. Að loknum ársfundi sjóðsins nk. mánudag, verða allir stjórnarmenn hans kosnir af sjóðfélögum í samræmi við ákvörðun sjóðfélaga í fyrra. Lýkur þá skipun Arion banka á minnihluta stjórnar. Allar ofangreindar breytingar miða að því að skerpa á sjálfstæði sjóðsins og minnka orðsporsáhættu sem útvistunin á rekstri hans felur í sér. HFÞ hefur ásamt öðrum stjórnarmönnum unnið vel að þessum breytingum nema hvað varðar hugmyndir hans um alræði stjórnar um rekstrarfyrirkomulag.Ásdís Eva Hannesdóttir formaðurMagnús Pálmi Skúlason varaformaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Frjálsi lífeyrissjóðurinn gengur í gegnum breytingar um þessar mundir. Stjórn sjóðsins hefur unnið samstiga að þeim umbótum sem aðalfundur samþykkti á síðastliðnu ári. Nú bregður svo við að einn stjórnarmanna, Halldór Friðrik Þorsteinsson (HFÞ), endurvekur þá tillögu, sem hafnað var á aðalfundinum, að valdið til þess að ákveða meiriháttar breytingar er varða rekstrarfyrirkomulag Frjálsa, verði tekið af sjóðfélögum og alfarið fært í hendur stjórnar.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí sl. segir HFÞ: „Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns“. Hér er hlutunum snúið á hvolf. Verði breytingartillaga HFÞ samþykkt á ársfundi Frjálsa 13. maí nk. munu sjóðfélagar einmitt ekki hafa bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins. Stjórn sjóðsins mun verða einráð um rekstrarfyrirkomulag, samkvæmt tillögu HFÞ, án þess að þurfa að bera meiriháttar breytingar undir sjóðfélaga til ákvörðunar. Á ársfundinum leggur stjórn sjóðsins til að samþykktum hans verði breytt á þann veg að nafn Arion banka verði tekið út sem rekstraraðila sjóðsins. Í stað þess verði stjórn veitt heimild til þess að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Það er mikilvægt ákvæði í breytingartillögu stjórnar, að hyggist hún gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða vali á rekstraraðila, skuli slík tillaga vera borin undir sjóðfélaga og hljóta samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða, líkt og gildir um breytingar á samþykktum almennt. Tillagan er í samræmi við ályktun, sem samþykkt var á síðasta ársfundi sjóðsins. Verði hún samþykkt stuðlar hún að sjóðfélagalýðræði og gerir það engum vafa undirorpið að sjóðurinn hefur fullt frelsi um fyrirkomulag á rekstri sínum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá stofnun útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækis. Nýlega var framkvæmdastjóri sjóðsins gerður að starfsmanni hans og er hann fyrsti starfsmaður sjóðsins frá upphafi. Ákveðið hefur verið að innri endurskoðun sjóðsins verður flutt frá rekstraraðilanum, Arion banka, til endurskoðunarfélags. Að loknum ársfundi sjóðsins nk. mánudag, verða allir stjórnarmenn hans kosnir af sjóðfélögum í samræmi við ákvörðun sjóðfélaga í fyrra. Lýkur þá skipun Arion banka á minnihluta stjórnar. Allar ofangreindar breytingar miða að því að skerpa á sjálfstæði sjóðsins og minnka orðsporsáhættu sem útvistunin á rekstri hans felur í sér. HFÞ hefur ásamt öðrum stjórnarmönnum unnið vel að þessum breytingum nema hvað varðar hugmyndir hans um alræði stjórnar um rekstrarfyrirkomulag.Ásdís Eva Hannesdóttir formaðurMagnús Pálmi Skúlason varaformaður
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar