Valdið verði áfram hjá sjóðfélögum Frjálsa Ásdís Eva Hannesdóttir og Magnús Pálmi Skúlason skrifar 10. maí 2019 12:31 Frjálsi lífeyrissjóðurinn gengur í gegnum breytingar um þessar mundir. Stjórn sjóðsins hefur unnið samstiga að þeim umbótum sem aðalfundur samþykkti á síðastliðnu ári. Nú bregður svo við að einn stjórnarmanna, Halldór Friðrik Þorsteinsson (HFÞ), endurvekur þá tillögu, sem hafnað var á aðalfundinum, að valdið til þess að ákveða meiriháttar breytingar er varða rekstrarfyrirkomulag Frjálsa, verði tekið af sjóðfélögum og alfarið fært í hendur stjórnar.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí sl. segir HFÞ: „Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns“. Hér er hlutunum snúið á hvolf. Verði breytingartillaga HFÞ samþykkt á ársfundi Frjálsa 13. maí nk. munu sjóðfélagar einmitt ekki hafa bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins. Stjórn sjóðsins mun verða einráð um rekstrarfyrirkomulag, samkvæmt tillögu HFÞ, án þess að þurfa að bera meiriháttar breytingar undir sjóðfélaga til ákvörðunar. Á ársfundinum leggur stjórn sjóðsins til að samþykktum hans verði breytt á þann veg að nafn Arion banka verði tekið út sem rekstraraðila sjóðsins. Í stað þess verði stjórn veitt heimild til þess að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Það er mikilvægt ákvæði í breytingartillögu stjórnar, að hyggist hún gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða vali á rekstraraðila, skuli slík tillaga vera borin undir sjóðfélaga og hljóta samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða, líkt og gildir um breytingar á samþykktum almennt. Tillagan er í samræmi við ályktun, sem samþykkt var á síðasta ársfundi sjóðsins. Verði hún samþykkt stuðlar hún að sjóðfélagalýðræði og gerir það engum vafa undirorpið að sjóðurinn hefur fullt frelsi um fyrirkomulag á rekstri sínum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá stofnun útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækis. Nýlega var framkvæmdastjóri sjóðsins gerður að starfsmanni hans og er hann fyrsti starfsmaður sjóðsins frá upphafi. Ákveðið hefur verið að innri endurskoðun sjóðsins verður flutt frá rekstraraðilanum, Arion banka, til endurskoðunarfélags. Að loknum ársfundi sjóðsins nk. mánudag, verða allir stjórnarmenn hans kosnir af sjóðfélögum í samræmi við ákvörðun sjóðfélaga í fyrra. Lýkur þá skipun Arion banka á minnihluta stjórnar. Allar ofangreindar breytingar miða að því að skerpa á sjálfstæði sjóðsins og minnka orðsporsáhættu sem útvistunin á rekstri hans felur í sér. HFÞ hefur ásamt öðrum stjórnarmönnum unnið vel að þessum breytingum nema hvað varðar hugmyndir hans um alræði stjórnar um rekstrarfyrirkomulag.Ásdís Eva Hannesdóttir formaðurMagnús Pálmi Skúlason varaformaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Frjálsi lífeyrissjóðurinn gengur í gegnum breytingar um þessar mundir. Stjórn sjóðsins hefur unnið samstiga að þeim umbótum sem aðalfundur samþykkti á síðastliðnu ári. Nú bregður svo við að einn stjórnarmanna, Halldór Friðrik Þorsteinsson (HFÞ), endurvekur þá tillögu, sem hafnað var á aðalfundinum, að valdið til þess að ákveða meiriháttar breytingar er varða rekstrarfyrirkomulag Frjálsa, verði tekið af sjóðfélögum og alfarið fært í hendur stjórnar.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí sl. segir HFÞ: „Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns“. Hér er hlutunum snúið á hvolf. Verði breytingartillaga HFÞ samþykkt á ársfundi Frjálsa 13. maí nk. munu sjóðfélagar einmitt ekki hafa bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins. Stjórn sjóðsins mun verða einráð um rekstrarfyrirkomulag, samkvæmt tillögu HFÞ, án þess að þurfa að bera meiriháttar breytingar undir sjóðfélaga til ákvörðunar. Á ársfundinum leggur stjórn sjóðsins til að samþykktum hans verði breytt á þann veg að nafn Arion banka verði tekið út sem rekstraraðila sjóðsins. Í stað þess verði stjórn veitt heimild til þess að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Það er mikilvægt ákvæði í breytingartillögu stjórnar, að hyggist hún gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða vali á rekstraraðila, skuli slík tillaga vera borin undir sjóðfélaga og hljóta samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða, líkt og gildir um breytingar á samþykktum almennt. Tillagan er í samræmi við ályktun, sem samþykkt var á síðasta ársfundi sjóðsins. Verði hún samþykkt stuðlar hún að sjóðfélagalýðræði og gerir það engum vafa undirorpið að sjóðurinn hefur fullt frelsi um fyrirkomulag á rekstri sínum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá stofnun útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækis. Nýlega var framkvæmdastjóri sjóðsins gerður að starfsmanni hans og er hann fyrsti starfsmaður sjóðsins frá upphafi. Ákveðið hefur verið að innri endurskoðun sjóðsins verður flutt frá rekstraraðilanum, Arion banka, til endurskoðunarfélags. Að loknum ársfundi sjóðsins nk. mánudag, verða allir stjórnarmenn hans kosnir af sjóðfélögum í samræmi við ákvörðun sjóðfélaga í fyrra. Lýkur þá skipun Arion banka á minnihluta stjórnar. Allar ofangreindar breytingar miða að því að skerpa á sjálfstæði sjóðsins og minnka orðsporsáhættu sem útvistunin á rekstri hans felur í sér. HFÞ hefur ásamt öðrum stjórnarmönnum unnið vel að þessum breytingum nema hvað varðar hugmyndir hans um alræði stjórnar um rekstrarfyrirkomulag.Ásdís Eva Hannesdóttir formaðurMagnús Pálmi Skúlason varaformaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar