Körfubolti

Sagði á hjólinu í nóvember að KR ætlaði að taka þann sjötta og sex mánuðum síðar var hann í húsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnar á hjólinu í nóvember.
Jón Arnar á hjólinu í nóvember. vísir/skjáskot

Bose gerði skemmtilegt innslag um Íslandsmeistara KR í Dominos-deild karla en KR vann ÍR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á dögunum.

Fylgst hafði verið með vetrinum hjá KR en brösugleg gekk hjá liðinu framan af. Liðið hristi þó af sér slenið og sýndi klærnar í úrslitakeppninni.

Þar kom sjötti Íslandsmeistaratitilinn í röð í hús og það var einmitt stefnan er Bose spjallaði við Jón Arnór Stefánsson í ræktinni í KR-heimilinu í nóvember.

Þar sagði Jón að markmiðin væri að æfa sig og vera með betri í hverjum einasta leik. Vera svo klárir er mest bæri undir, í sjálfri úrslitakeppninni.

Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.