Körfubolti

Skotsýning hjá Curry í síðari hálfleik og meistararnir í úrslit vesturdeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry í leiknum í nótt.
Curry í leiknum í nótt. vísir/getty
Golden State Warriors er komið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar í NBA-körfuboltanum eftir 118-113 sigur á Houston Rockets í sjötta leik liðanna í nótt.Kevin  Durant var á meiðslalistanum hjá Golden State sem urðu meistarar í fyrra en það kom ekki að sök og öflugur sigur meistaranna.Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en það var einna helst frábær síðasti leikhluti og síðari hálfleikur Stephen Curry sem gerði það að verkum að Golden State sótti sigur.Curry var stigalaus í hálfleik en gerði sér lítið fyrir og skoraði 33 stig í síðari hálfleik. Hann var stigahæstur Golden State en James Harden gerði 35 stig fyrir Houston.Klay Thompson átti einnig frábæran leik fyrir Golden State en hann gerði 27 stig. Chris Paul var næst stigahæstur Houston með 27 stig.Í úrslitaeinvíginu í Vesturdeildinni mætir Golden State annað hvort Philadelphia 76ers eða Toronto Raptors. Í hinu úrslitaeinvíginu mætast Milwaukee og annað hvort Porland eða Denver.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.