Rósa Björk: Loftslagsvandinn kallar á róttækar samfélagsbreytingar Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 13:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Fréttablaðið/Andri Marinó „Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Sprengisandi nú á dögunum. Rósa Björk, ásamt Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, Halldóri Þorgeirssyni, doktor í plöntulífeðlisfræði sem hafði yfirumsjón með samningaferlinu um Parísarsáttmálann, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra SAF ræddu loftslagsmál og hvað þyrfti að gera til að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem við stöndum nú frammi fyrir. Tryggvi sagði breytingarnar ekki snúast um að koma í veg fyrir neyslu heldur þyrfti að breyta henni og koma á hringrásarhagkerfi. „Það er draumsýn að minnka losun um 3-6% á ári en hver er hin sýnin? Hún er einfaldlega að við eyðileggjum þessi samfélög sem við höfum þekkt undanfarin hundruð og þúsundir ára,“ sagði hann. Hann bætti við að okkar verkefni væri ekki að leysa heimsvandann heldur að sanna að þetta væri hægt og svo þyrfti að senda okkar fólk út í heim til að sýna fordæmi og tala fyrir því sem hægt væri að gera annars staðar. Jóhannes sagði breytingarnar sem samfélagið þyrfti að taka vera eftir fyrirmynd ungs fólks, „breytingarnar sem við stöndum fyrir á næstu árum, þessi nýja hugsun hjá nýjum kynslóðum verður stór hluti af þeim og þær þurfa svolítið að kenna okkur nýja hluti núna og það þurfa allir að horfa á þessi málefni og taka þau til sín.“ Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
„Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Sprengisandi nú á dögunum. Rósa Björk, ásamt Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, Halldóri Þorgeirssyni, doktor í plöntulífeðlisfræði sem hafði yfirumsjón með samningaferlinu um Parísarsáttmálann, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra SAF ræddu loftslagsmál og hvað þyrfti að gera til að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem við stöndum nú frammi fyrir. Tryggvi sagði breytingarnar ekki snúast um að koma í veg fyrir neyslu heldur þyrfti að breyta henni og koma á hringrásarhagkerfi. „Það er draumsýn að minnka losun um 3-6% á ári en hver er hin sýnin? Hún er einfaldlega að við eyðileggjum þessi samfélög sem við höfum þekkt undanfarin hundruð og þúsundir ára,“ sagði hann. Hann bætti við að okkar verkefni væri ekki að leysa heimsvandann heldur að sanna að þetta væri hægt og svo þyrfti að senda okkar fólk út í heim til að sýna fordæmi og tala fyrir því sem hægt væri að gera annars staðar. Jóhannes sagði breytingarnar sem samfélagið þyrfti að taka vera eftir fyrirmynd ungs fólks, „breytingarnar sem við stöndum fyrir á næstu árum, þessi nýja hugsun hjá nýjum kynslóðum verður stór hluti af þeim og þær þurfa svolítið að kenna okkur nýja hluti núna og það þurfa allir að horfa á þessi málefni og taka þau til sín.“
Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira