Körfubolti

Ótrúleg flautukarfa hjá Kawhi | Toronto og Portland unnu oddaleikina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Boltinn var ótrúlega lengi ofan í körfuna hjá Leonard. Hér má sjá hann fylgjast með rétt áður en boltinn fór ofan í. Ótrúleg mynd.
Boltinn var ótrúlega lengi ofan í körfuna hjá Leonard. Hér má sjá hann fylgjast með rétt áður en boltinn fór ofan í. Ótrúleg mynd. vísir/getty

Það var stór dagur í NBA-deildinni í gær er spilaðir voru tveir oddaleikir í úrslitakeppninni. Þeir voru báðir svakalegir.

Portland er ekki hætt að koma mönnum á óvart og þökk sé stórleik CJ McCollum náði liðið að leggja Denver í oddaleik, 100-96.

McCollum var óstöðvandi í leiknum og tók liðið á bakið. Hann skoraði 37 stig og Damian Lillard þurfti ekki að skora nema 13 stig að þessu sinni.

Portland mun spila við Golden State í úrslitum Vesturdeildarinnar.Oddaleikur Philadelphia og Toronto var rosalegur og endaði með tveggja stiga sigri Toronto, 92-90. Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Toronto og skoraði lygilega sigurkörfu sem má sjá hér neðan.Leonard endaði með 41 stig í leiknum en hann fór afar mikinn í þessu einvígi og vel við hæfi að hann skildi klára það.

Toronto spilar við Milwaukee í úrslitum Austurdeildarinnar. Sú rimma byrjar á miðvikudag en hin undanúrslitarimman byrjar á morgun.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.