Körfubolti

Óvæntar stjörnur í fyrsta leik Milwaukee og Toronto

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brook Lopez var frábær í nótt.
Brook Lopez var frábær í nótt. vísir/getty

Milwaukee Bucks er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Toronto Raptors í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar eftir 108-100 sigur í nótt. Sterkir aukaleikarar stálu senunni í leiknum.

Toronto leiddi alla leið inn í fjórða leikhlutann en þá tók Brook Lopez, af öllum mönnum, leikinn í sínar hendur og skaut Toronto í kaf.

Lopez skoraði 13 stig í lokaleikhlutanum og endaði með 29 stig, 11 fráköst og 4 varin skot. Giannis kom næstur í liði Milwaukee með 24 stig og 14 fráköst.Kyle Lowry fór óvænt fyrir liði Toronti og skoraði 30 stig. Setti niður 10 af 15 skotum sínum. Hann er með 9,6 stig að meðaltali í leik í vetur en því miður fyrir hann dugði þessi frammistaða ekki til að þessu sinni.

Kawhi Leonard setti aðeins niður 10 af 26 skotum sínum í leiknum og komst ekki á blað í fjórða leikhlutanum sem Bucks vann 32-17.

Næsti leikur liðanna fer fram annað kvöld.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.